Forsíða

Laugalækjarskóli í úrslit í Skólahreysti

Laugalækjarskóli í úrslit í Skólahreysti

Í gærkvöldi keppti lið Laugalækjarskóla í sínum undanriðli í skólahreysti. Með okkur í riðli voru margir nágrannaskólar okkar og keppinautar: Hagaskóli, Langholtsskóli, Vogaskóli, Háteigsskóli, Réttarholtsskóli og Grunnskóli Seltjarnarnes/Valhúsaskóli.  Hins vegar er okkar lið skipað harðskeyttu einvalaliði:  Óliver Dór (upphífingar og dýfur), Sóley Margrét (armbeygur og hreystigreip), Sara Hlín og Jónas Ingi (hraðaþraut) og ekki eru varamennirnir minna óárennileg, Eyja Sigrún og Ronloyd.  Því þarf ekki að koma á óvart að lið Laugalækjarskóla, hvatt áfram af fjölmennri og kraftmikilli stuðningssveit, hafi sigrað riðilinn með glæsibrag og flogið áfram í lokaúrslitin sem munu fara fram í Laugardalshöll þann 26. apríl næstkomandi.  Auk þess að hreppa efsta sætið í riðlinum urðu okkar keppendur efstir í dýfingum og hraðaþraut. 

Þess má geta að undanfarna vetur hefur skólinn boðið upp á skólahreysti sem valfag í 9. og 10. bekk sem íþróttakennarnir Elena og Ingólfur hafa haft veg og vanda að en þau halda einnig utan um keppnislið okkar.  Úrslit gærkvöldsins má sjá hér. Einnig mun RUV sýna frá keppniskvöldinu auk þess sem úrslitakeppnin verður væntanlega í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna.

 

Skólahreysti 2017

Lesa >>


Smásögukeppni í ensku

Smásögukeppni í ensku

Ragnhildur Björt og Þorbjörn Rami nemendur í 9.L hlutu önnur og þriðju verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi. Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum þann 3. mars síðastliðinn í boði Elizu Reid forsetafrúar.

Lesa >>


Allir læra!

Allir læra!

Það er líf og fjör í ensku hjá 8. G og 8. U. Kennaranemarnir Henríetta frá Noregi og Ásgeir Börkur og Jón úr HÍ eru með áhugaverð verkefni þar sem allir læra, nemendur, kennaranemar og kennarinn. 

Lesa >>


Hönnun og smíði

Hönnun og smíði

Magnús kennari í hönnun og smíði hefur lagt fyrir verkefni 7. bekk þar sem nemendur vinna saman í hóp við að hanna og móta skúlptur eða módel. Í lok annar kjósa nemendur um glæsilegasta verkið.

Lesa >>


Laugardalsleikar 2017

Laugardalsleikar 2017

Í dag voru hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir í Laugardalshöllinni. Þar fengu allir nemendur að spreyta sig á hinum fjölbreyttustu íþróttagreinum og keppt var á móti Langholtsskóla og Vogaskóla.

Lesa >>