Sjálfboðastarf á Hrafnistu

IMG 3263

Nemendur í Lauglækjarskóla eru í vali einu sinni í viku þar sem þeir vinna sjálfboðavinnu á Hrafnistu, Leikskólanum Laugasól og svo við ýmis störf sem til falla í skólanum. Nemendum er skipt í þrjá hópa og hver hópur er að meðaltali í 10 skipti á hverjum stað. Í vikunni fengu nemendur að baka vöfflur á Hrafnistu sem vakti mikla gleði hjál íbúunum.

 

Bleikur dagur í dag

IMG 6938

Hér eru fleiri myndir af deginum. 

Heimanámskaffihús

Félagsmiðstöðin Laugó býður upp á heimanámskaffihús. Nemandi í Laugó Crew á heiðurinn að þessu framtaki og er það ætlað þeim sem vilja aðstoð við heimanám sitt. Margar ástæður geta legið að baki, t.d. að nemendur vilja klára heimanámið fyrir helgi eða að þeir eiga erfitt með að fá aðstoð heima fyrir. Það er enginn leiðbeinandi hvorki frá skólanum né Laugó, en markmiðið er að nemendur aðstoði hvert annað. Heimakaffihúsið er alla föstudaga frá 12:30 í upplýsingaverinu og eru léttar veitingar í boði Laugó. Mæting er auðvitað frjáls eins og í aðra klúbba í Laugó.

Foreldraviðtöl

vidtal2

Fimmtudaginn 29. september eru foreldraviðtöl og mæta
nemendur eingöngu í skólann í boðuð viðtöl með foreldrum
sínum.  Aðrir kennarar en umsjónarkennarar verða einnig
til viðtals þennan dag, ýmist í stofum sínum, í upplýsingaveri
eða í vinnuherbergjum - nánari upplýsingar verða á staðnum.