Skólinn

Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir 12-16 ára nemendur Laugarneshverfis, 7. til 10. bekk. Flestir nemendur skólans og eru fyrrum nemendur Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. Laugalækjarskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar, heyrir undir Menntasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag.

Á vef Menntasviðs Reykjavíkurborgar má lesa nánar um stefnu borgarinnar, sjá: www.grunnskolar.is > Útgefið efni > Stefnur 

Um stefnu skólans má lesa hér á vefnum, sjá: Skólinn - Stefna mat og þróun

Stærð skólans

Fjöldi nemenda: 287 
Fjöldi bekkja: 12
Fjöldi kennara: 34
Fjöldi annarra starfsmanna: 6

 

Prenta | Netfang