Forsíða

Sumarleyfi og skólabyrjun

Starfsfólk Laugalækjarskóla þakkar nemendum, foreldrum og öllum sem að skólastarfinu komu í vetur fyrir gott samstarf með ósk um ánægjulegt sumarleyfi! 

Skrifstofa skólans opnar aftur 7. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst, eins og hér segir:

  • 7. bekkur kl. 9:00
  • 8. bekkur kl. 10:00
  • 9. bekkur kl. 11:00
  • 10. bekkur kl. 12:00

 

Lesa >>


Skólaslit

Miðvikudaginn 6. júní
Skólaslit og uppskeruviðtöl 7.-9.bekk

7. bekkur og foreldrar mæta kl. 9:00

8. bekkur og foreldrar mæta kl. 11.00

9. bekkur og foreldrar mæta kl. 10.00

Fimmtudaginn 7. júni
Brautskráning 10. bekkjar inn á sal skólans kl. 17.30 - 19.00

Lesa >>


Lokaverkefni í 10. bekk - Kynningar

Lokaverkefni í 10. bekk - Kynningar

Að venju varði 10. bekkur maímánuði í vinnu við lokaverkefnið.  Í lokaverkefninu móta nemendur rannsóknarspurningu sem þeir leitast við að svara á málefnilegan og rökstuddan hátt en beita um leið innsæi sínu og hugarflugi.  Eins og undanfarin ár voru efnistök frjáls og rannsóknarspurningarnar fjölbreyttar að vonum. Meðal þeirra efna sem nemendur glímdu við í maímánuði voru: plast, rapp, fullkomnun og hamingja, samsæriskenningar, samfélagsleg áhrif kaffidrykkju, matreiðslubók, tákn og er samt fátt eitt nefnt.

Lesa >>


10. bekkingar kynna verkefni sín!

Nemendur í 10. bekk hafa unnið hörðum höndum síðustu vikurnar, við að klára lokaverkefni sín. Þemað í ár er frjálst og hafa nemendur verið duglegir að afla upplýsinga, taka viðtöl, skrifa texta, setja upp heimasíður ásamt því að búa til listaverk. Margar góðar hugmyndir hafa litið dagsins ljós og eru útfærslur verkefnisins fjölbreyttar. Á morgun fimmtudag (31. maí) kl.17:30 munu 10.bekkingar kynna verkefni sín og eru allir velkomnir að koma og hlusta á fyrirlestrana og skoða básana þeirra.

Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Lesa >>


Ferð 7. bekkinga á Reyki

Þessi flotti hópur var á Reykjum 16.-20. apríl sl.

Reykir

 

Lesa >>


Eldri fréttir