Forsíða

Réttindaskóli Unicef

Réttindaskóli Unicef

18 maí 2018

Í dag hlaut Laugalækjarskóli viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Það voru fulltrúar í Réttindaráði Laugalækjarskóla sem tóku við viðurkenningu fyrir hönd skólans. Við sama tækifæri fengu Laugó -félagsmiðstöð Laugalækjarskóla- og Dalheimar frístundamiðstöð Langholts- og Laugarnesskóla vottanir frá UNICEF sem réttindafrístundir, fyrstar allra frístundamiðstöðva í heiminum. 

Lesa >>


Vordagskrá hjá 9 og 10.bekk

Próf, sjúkrapróf og verkefnaskil

10.bekkur

Þriðjudagur 15.maí – Sjúkrapróf í stafsetningu kl 14:15 í stofu 7

Fimmtudagur 17.maí – Sjúkrapróf í ensku kl 10:10 í stofu 7

Þriðjudagur 22.maí – Sjúkrapróf í íslensku - lesskilningur og bókmenntir (ljóð) kl 10:10 í stofu 2

Miðvikudagur 23.maí – Sjúkrapróf í náttúrufræði kl 10:10 í stofu 7

Fimmtudagur 24.maí – Sjúkrapróf íslenska – setningahlutagreining kl 10:10 í stofu 7

Föstudagur 25.maí – Lokaskiladagur á Englum Alheimsins (allra síðasti sjens)

Mánudagur 28.maí – Sjúkrapróf í stærðfræði kl 10:10 í stofu 2.

___________________________________________________________________________

9.bekkur

Mán - fös 14-18.maí – Dönskupróf (venjulegur skóladagur)

Fimmtudagur 24.maí – Enskupróf kl 10:10 (mæting í skóla kl. 8:30)

Þriðjudagur 29.maí – Íslenskupróf kl 10:10 (mæting í skóla kl. 8:30)

Stærðfræði 31.maí – Stærðfræðipróf kl 10:10 (mæting í skóla kl. 8:30)

Lesa >>Augað 2018

Augað 2018

Stuttmyndakeppnin Augað hefur verið árlegur viðburður síðustu ár.  Í henni leiða 9. bekkingar í Laugalækjar-, Voga- og Háaleitisskóla saman hesta sína í stuttmyndagerð.  Hver skóli úthlutaði nemendum 2—3 vikum í ársbyrjun til þess að semja handrit, taka upp og klippa stuttmynd.  Efnistök voru frjáls nema þemað var fyrirsagnir, það er nemendur þurftu að velja sér fyrirsögn úr fréttamiðlum og spinna upp úr henni sögu fyrir myndina sína.  Eins og við er að búast er mikill handagangur í öskjunni þegar heill árgangur safnast saman í upplýsingaveri og nemendur eiga auðvitað misauðvelt með að höndla svona opin verkefni.  Samt bregst ekki að á hverju ári koma fram mjög frambærilegar myndir en hitt  er líka eins árvisst að fram koma hugmyndir sem aldrei verða að fullkláruðu verki. 

Lesa >>


Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla

Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla

Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla, þar sem keppt var í upplestrarkeppni, spurningakeppni grunnskólanna og Skólahreysti.

Stóra Upplestrarkeppnin 2018

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í okkar skólahverfi voru haldin í gær í Grensáskirkju.  Fulltrúar úr 7. bekk frá sjö skólum (Laugalækjar-, Háaleitis-, Langholts-, Voga-, Breiðagerðis-, Fossvogskóla og Waldorfsskólanum Sólstöfum) reyndu með sér í upplestri á bundnu og óbundnu máli.  Hver skóli sendi tvo fulltrúa til keppninnar og okkar keppendur voru þau Elías Pétur Steindórsson og Emma Dís Örvarsdóttir. 

Lesa >>


Eldri fréttir