Forsíða


Augað 2018

Augað 2018

Stuttmyndakeppnin Augað hefur verið árlegur viðburður síðustu ár.  Í henni leiða 9. bekkingar í Laugalækjar-, Voga- og Háaleitisskóla saman hesta sína í stuttmyndagerð.  Hver skóli úthlutaði nemendum 2—3 vikum í ársbyrjun til þess að semja handrit, taka upp og klippa stuttmynd.  Efnistök voru frjáls nema þemað var fyrirsagnir, það er nemendur þurftu að velja sér fyrirsögn úr fréttamiðlum og spinna upp úr henni sögu fyrir myndina sína.  Eins og við er að búast er mikill handagangur í öskjunni þegar heill árgangur safnast saman í upplýsingaveri og nemendur eiga auðvitað misauðvelt með að höndla svona opin verkefni.  Samt bregst ekki að á hverju ári koma fram mjög frambærilegar myndir en hitt  er líka eins árvisst að fram koma hugmyndir sem aldrei verða að fullkláruðu verki. 

Lesa >>


Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla

Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla

Viðburðarík vika í Laugalækjarskóla, þar sem keppt var í upplestrarkeppni, spurningakeppni grunnskólanna og Skólahreysti.

Stóra Upplestrarkeppnin 2018

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í okkar skólahverfi voru haldin í gær í Grensáskirkju.  Fulltrúar úr 7. bekk frá sjö skólum (Laugalækjar-, Háaleitis-, Langholts-, Voga-, Breiðagerðis-, Fossvogskóla og Waldorfsskólanum Sólstöfum) reyndu með sér í upplestri á bundnu og óbundnu máli.  Hver skóli sendi tvo fulltrúa til keppninnar og okkar keppendur voru þau Elías Pétur Steindórsson og Emma Dís Örvarsdóttir. 

Lesa >>


Stærðfræðikeppnin Pangea – lokið!

Stærðfræðikeppnin Pangea – lokið!

Nú er stærðfræðikeppninni Pangeu 2018 formlega lokið.

Heildarstigafjöldi var 46 stig í fyrstu og annarri umferð og 55 stig í úrslitunum.
Það þurfti 12 stig í fyrstu umferð til þess að komast áfram í aðra umferð og til þess að komast í úrslitin þurfti 37 stig. Eins og fram hefur komið náðu fjórir nemendur þessum áfanga frá okkur og voru í úrslitakeppninni sl.  laugardag.  Okkar fólk stóð sig mjög vel, þó þau hrepptu ekki vinningssæti í þetta sinn. 

Lesa >>


Árshátíðarvikan

Árshátíðarvikan

Árshátíðir nemenda voru í síðustu viku (11. - 17. mars) og er óhætt að segja að vikan hafi verið mörkuð af þeim fögnuði. Í vikunni var breytt út af ýmsum venjum. Í stað hins hefðbundna hafragrauts bauð nemendaráðið upp á amerískt morgunkorn með mjólk – vissulega máltíð í óhollari kantinum en úr varð hin besta stund.  Miðað við viðbrögð nemenda, biðraðir fram á gang titrandi af tilhlökkun,

Lesa >>


Eldri fréttir