Forsíða

Jólaleikar 2018

Jólaleikar 2018

Jólaleikar Laugalækjarskóla fóru fram á þriðju- og miðvikudaginn eins og hefð er komin á í síðustu kennsluviku fyrir jólafrí.  Nemendum var skipt upp í 28 hópa þvert á bekki, árganga og fyrri störf sem fóru á milli 14 stöðva báða dagana (28 verkefni alls) og tókust á við margskonar verkefni á borð við skutlukast, dans, sudoku, púsluspil, emoji-ráðningar, ljóðagerð, myndlist, tímalínur, kahoot og svo mætti lengi telja.

Óhætt er að segja að flestir nemendur hafi tekist á við þrautirnar af gleði, hæfilegu keppnisskapi og þrautseigju.  Verðlaun voru veitt fyrir úrlausn verkefna, samvinnu og eldmóð (auk sérstakra verðlauna fyrir að giska á fjölda súkkulaðisrúsína í krukku) og voru sigurvegarar tilkynntir á sal í lok seinni keppnisdags.  Sigurliðið var skipað völdum mönnum í hverju rúmi (eins og reyndar öll önnur lið): Alex, Dagmari, Emilíönu úr 10. bekk; Katrín Klöru, Tryggva, Zanetu úr 9. bekk; Flosa, Guðrúnu úr 8. bekk og 7. bekkingunum Hrafnhildi, Jakobi og Kára Steini.  Auðvitað eiga allir þeir nemendur sem tókust á við þrautirnar, uppbrot á skóladegi og að vera í hóp með sér áður óþekktum skólafélögum af jákvæðni og opnum hug verðlaun skilið.

Hægt er að sjá myndir með því að smella hér.

Í kvöld eru síðan jólaböll nemenda og á morgun stofujól og þar með líkur dagskrá Laugalækjarskóla fyrir jólin.  Nemendur verða síðan kvaddir til starfa aftur föstudaginn 4. janúar.

Lesa >>


Jólaskákmót Laugalækjarskóla

Jólaskákmót Laugalækjarskóla

Jólaskákmót Laugalækjarskóla fór fram mánudaginn 17. desember. Rúmlega 30 keppendur tefldu sex umferðir með sex mínútna umhugsunartíma. Flestir keppendur voru úr sjöunda og áttunda bekk þar sem ríkir þónokkur skákáhugi. Fyrir fram mátti búast við öruggum sigri Gests Andra. Fór svo að Gestur Andri sigraði örugglega á mótinu en hann vann allar sínar skákir. Í öðru sæti var Snorri Esekíel og þriðji varð Tindur. Tindur varð efstur nemenda úr áttunda bekk, Gestur Andri efstur nemenda í níunda bekk, Vigfús Máni var efstur nemenda í tíunda bekk og Adam Son Thai efstur úr sjöunda bekk.

Lesa >>


Skipulag síðustu daga fyrir jól

Skipulag síðustu daga fyrir jól

Skipulag síðustu daga fyrir jólafrí verður með eftirfarandi hætti:

Mánudagur 17. des. – hefðbundinn skóladagur

Þriðjudagur 18. des – jólaleikar
• nemendur mæta í skólann kl. 8.30 – 13.00

Miðvikudagur 19. des – jólaleikar
• nemendur mæta í skólann kl. 8.30 – 13.00

Miðvikudagur 19. des – jólaball 7. bekkur kl. 17.30 – 19.00

Miðvikudagur 19. des – jólaball 8.-10. bekkur kl. 19.30 – 22.00

Fimmtudagur 20. des – stofujól
• nemendur mæta hjá umsjónarkennara kl. 10.00

 

Skólastarf hefst aftur föstudaginn 4. janúar kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Starfsfólk Laugalækjarskóla

Lesa >>


Samfélagasfræði - 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Samfélagasfræði - 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Kennsla í samfélagsfræði hefur síðustu daga tekið mið af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands sem fagnað verður 1. desember. Fyrr í vetur unnu nemendur í áttunda bekk stórt verkefni um árið 1918 og þekkir árgangurinn vel til spænsku veikinnar, kuldans, gossins og fullveldisins. 

Lesa >>


Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs

JlamotLogo simple 2018 

Laugalækjarskóli sendi þrjár sveitir til leiks á Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs sem fram fór um helgina. Í yngri flokki tefldu átta krakkar í fyrsta skipti fyrir skólann og stóðu sig með mikilli prýði. Þau eru öll í sjöunda bekk og tókst þeim að fá fimm vinninga í sex skákum.

Í eldri flokki sendi skólinn eina sveit til leiks skipuð strákum í níunda og tíunda bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin hafði öruggan sigur á mótinu með 22 vinninga úr 24 skákum! Sannarlega glæsilegur árangur!

Lesa >>


Eldri fréttir