Forsíða

Möppudagur - Starfsdagur

Möppudagur - Starfsdagur

Mánudaginn 12. nóvember, er möppudagur í skólanum. Nemendur mæta þá í smærri hópum til umsjónarkennara. Umsjónarkennari mun úthluta nemendum tíma.

Föstudaginn 23. nóvember, er starfsdagur kennara og nemendur eiga frí.

Lesa >>


Skrekkur í dag - Áfram Laugó!

Skrekkur í dag - Áfram Laugó!

Komið að stóru stundinni eftir langar og strangar æfingar síðustu vikna. Keppnisliðið hamast við að undirbúa sig, búningar eru tilbúnir og eftir kemur förðunin. Nær allur morguninn hefur farið í að gera sig klára(n), sýna nemendur skólans atriðið og svo  prufukeyrsla í Borgarleikhúsinu. Þetta árið hefur leikstjórn verið í höndum þeirra Freyju Sól Kjartansdóttur og Helgu Xochitl Ingólfsdóttur.

Áhorfendur verða fjölmargir í leikhúsinu til að styðja okkar fólk. Þeir sem hafa keypt miða eiga að mæta í skólann kl. 18.30 í hvítu. Farið er með rútu og gilda mjög strangar reglur um komu okkar í leikhúsið og brottför sömuleiðis. Ekki er hægt að mæta þangað á eigin vegum, allir koma saman og fara saman.

Áætlað er að öllu ljúki milli 21.30-22.00 og keppnishópur og áhorfendur ættu að vera að koma tilbka um 22:30 en sá tími getur alltaf hnikast til.

Áfram Laugó!

Lesa >>


Skáld í skólum

Skáld í skólum

Í dag fengu nemendur í 8. bekk góða gesti í heimsókn. Þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson mættu á sal skólans og kynntu fyrir 8. bekkingum fyrirbærið furðusögur og hvernig rithöfundar nýta sér minni og hugmyndir úr mannkynssögunni, bókmenntum, goðsögum og þjóðsögum til að móta sinn eigin ímyndaða skáldsagnaheim.  Kjartan og Snæbjörn eru höfundar furðusagnabókaflokksins Þriggja heima saga en í þeirri seríu hafa komið út fjórar sögur: Hrafnsauga, Draumsverð, Ormstunga  og Draugsól en sú síðastnefnda kom út í maí síðastliðnum.  Erindi sitt kalla þeir „Heimssköpun eða hvernig skal stela hugmyndum og komast upp með það!“ en það er hluti af verkefninu „Skáld í skólum“  sem Rithöfundarsambandið hefur staðið fyrir undandfarin ár.

Lesa >>


Bekkjarsáttmáli í 7.U

Bekkjarsáttmáli í 7.U

Nemendur í 7.U bjuggu til bekkjarsáttmála nú á dögunum. Allir í bekknum komu með fjölbreyttar tillögur um hvað þurfi til að öllum líði vel og kennslustundir séu skemmtilegar og árangusríkar.

Kosið var um 3-5 atriði sem nemendum fannst mikilvægust. Síðan voru búin til veggspjöld með þeim atriðum sem hlutu flest atkvæði og að lokum skrifuðu nemendur undir sáttmálann.

Lesa >>


Ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku

Ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku

Laugalækarskóli býður upp á ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku á foreldradegi þann  17. október. Foreldrarnir geta komið annaðhvort fyrir eða eftir fundinn við umsjónakennara. Þjónustan þessi er fyrir framan skólabókasafn milli kl. 9-12. Rætt er við eitt foreldri í einu. Boðið er upp á ráðgjöf og samræður um ýmislegt sem viðkemur námi barna í grunnskóla, einnig tungumálauppeldi og læsisfærni tvítyngdra barna, hlutverk og ábyrgð skólaforeldra og samstarf við skóla og frístundastarf. Vinsamlegast undirbúið spurningar varðandi nám barna ykkar.

Lesa >>


Eldri fréttir