Forsíða

Stærðfræðikeppnin Pangea – lokið!

Stærðfræðikeppnin Pangea – lokið!

Nú er stærðfræðikeppninni Pangeu 2018 formlega lokið.

Heildarstigafjöldi var 46 stig í fyrstu og annarri umferð og 55 stig í úrslitunum.
Það þurfti 12 stig í fyrstu umferð til þess að komast áfram í aðra umferð og til þess að komast í úrslitin þurfti 37 stig. Eins og fram hefur komið náðu fjórir nemendur þessum áfanga frá okkur og voru í úrslitakeppninni sl.  laugardag.  Okkar fólk stóð sig mjög vel, þó þau hrepptu ekki vinningssæti í þetta sinn. 

Lesa >>


Árshátíðarvikan

Árshátíðarvikan

Árshátíðir nemenda voru í síðustu viku (11. - 17. mars) og er óhætt að segja að vikan hafi verið mörkuð af þeim fögnuði. Í vikunni var breytt út af ýmsum venjum. Í stað hins hefðbundna hafragrauts bauð nemendaráðið upp á amerískt morgunkorn með mjólk – vissulega máltíð í óhollari kantinum en úr varð hin besta stund.  Miðað við viðbrögð nemenda, biðraðir fram á gang titrandi af tilhlökkun,

Lesa >>


4 nemendur úr Laugalækjarskóla komnir í úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni

4 nemendur úr Laugalækjarskóla komnir í úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni

Pangea er þekkt stærðfræðikeppni sem haldin er í yfir 20 löndum Evrópu og þúsundir nemenda á öllum aldri taka þátt. Keppnin er nú í annað sinn á Íslandi.

Pangea keppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar og hún miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafi stærðfræðikunnáttu. […]

Í fyrstu umferð tóku 2763 nemendur þátt á landinu öllu, þar af voru 39 nemendur frá okkur.

Lesa >>


Þann 2. mars er undirbúningsdagur kennara

Þann 2. mars er undirbúningsdagur kennara

Þann 2. mars (föstudagur) er undirbúningsdagur kennara en þá mæta nemendur ekki í skólann.

Lesa >>


Framundan í febrúar

Framundan í febrúar

Miðvikudagurinn 14. febrúar, öskudagur, er möppudagur í skólanum. Nemendur mæta þá í smærri hópum til umsjónarkennara og eru í 2 kennslustundir. Umsjónarkennarar eru að úthluta nemendum tímum.
Fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur og skrifstofa skólans er lokuð.
Miðvudaginn 21. febrúar eru foreldrarviðtöl með hefðbundnu sniði.

Lesa >>


Eldri fréttir