Forsíða

Samfélagasfræði - 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Samfélagasfræði - 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Kennsla í samfélagsfræði hefur síðustu daga tekið mið af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands sem fagnað verður 1. desember. Fyrr í vetur unnu nemendur í áttunda bekk stórt verkefni um árið 1918 og þekkir árgangurinn vel til spænsku veikinnar, kuldans, gossins og fullveldisins. 

Lesa >>


Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs

JlamotLogo simple 2018 

Laugalækjarskóli sendi þrjár sveitir til leiks á Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs sem fram fór um helgina. Í yngri flokki tefldu átta krakkar í fyrsta skipti fyrir skólann og stóðu sig með mikilli prýði. Þau eru öll í sjöunda bekk og tókst þeim að fá fimm vinninga í sex skákum.

Í eldri flokki sendi skólinn eina sveit til leiks skipuð strákum í níunda og tíunda bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin hafði öruggan sigur á mótinu með 22 vinninga úr 24 skákum! Sannarlega glæsilegur árangur!

Lesa >>


Afmælisdagur barnasáttmálans

Afmælisdagur barnasáttmálans

Í dag (þriðjudagur 20. nóvember) héldu nemendur og starfsfólk skólans upp á Alþjóðadag barna og afmælisdag Barnasáttmálans með því að allir skráðu þau réttindi sem hverjum og einum finnst mikilvægust á laufblað. Laufin voru svo fest á tré sem málað var á vegg á gangi skólans. Þar munu þau minna okkur á réttindi barna á hverjum degi.

Lesa >>


Möppudagur - Starfsdagur

Möppudagur - Starfsdagur

Mánudaginn 12. nóvember, er möppudagur í skólanum. Nemendur mæta þá í smærri hópum til umsjónarkennara. Umsjónarkennari mun úthluta nemendum tíma.

Föstudaginn 23. nóvember, er starfsdagur kennara og nemendur eiga frí.

Lesa >>


Skrekkur í dag - Áfram Laugó!

Skrekkur í dag - Áfram Laugó!

Komið að stóru stundinni eftir langar og strangar æfingar síðustu vikna. Keppnisliðið hamast við að undirbúa sig, búningar eru tilbúnir og eftir kemur förðunin. Nær allur morguninn hefur farið í að gera sig klára(n), sýna nemendur skólans atriðið og svo  prufukeyrsla í Borgarleikhúsinu. Þetta árið hefur leikstjórn verið í höndum þeirra Freyju Sól Kjartansdóttur og Helgu Xochitl Ingólfsdóttur.

Áhorfendur verða fjölmargir í leikhúsinu til að styðja okkar fólk. Þeir sem hafa keypt miða eiga að mæta í skólann kl. 18.30 í hvítu. Farið er með rútu og gilda mjög strangar reglur um komu okkar í leikhúsið og brottför sömuleiðis. Ekki er hægt að mæta þangað á eigin vegum, allir koma saman og fara saman.

Áætlað er að öllu ljúki milli 21.30-22.00 og keppnishópur og áhorfendur ættu að vera að koma tilbka um 22:30 en sá tími getur alltaf hnikast til.

Áfram Laugó!

Lesa >>


Eldri fréttir