Skip to content

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

www.barn.is

Virðing - Eldmóður - Gleði

Laugalækjarskóli

Réttindaskóli UNICEF

Laugalækjarskóli

Laugalækjarskóli

Velkomin á heimasíðu Laugalækjarskóla

Skólaárið 2019-2020

Náms- og kennsluáætlanir allra árganga

Fréttir

Fréttir frá Laugalækjarskóla

Nýjar fréttir

Laugalækjarskóli keppir í Skólahreysti fimmtudaginn 28. maí

Á fimmtudaginn þann 28. maí, munu fulltrúar okkar úr Laugalækjarskóla keppa í Skólahreysti. Þeir sem keppa fyrir okkar hönd eru þau Tindur Eliasen (upphífingar/dýfur), Sara Kamban Þorleifsdóttir…

Nánar

Velkomin á heimasíðu

Laugalækjarskóla

Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir 12-16 ára nemendur Laugarneshverfis, 7. til 10. bekk. Flestir nemendur skólans eru fyrrum nemendur Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. Laugalækjarskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar, heyrir undir Skóla- og frístundasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag.

Kynning á skólastarfi

Samfélagsvitund

Laugalækjarskóli er í samstarfi með leikskólanum Laugasól og öldrunarheimilinu Hrafnistu með val sem heitir Samfélagsvitund. Valið er ætlað nemendum í 9. og 10. bekk .

Nemendum er skipt upp í þrjá hópa. Hver hópur er að meðaltali í 10 skipti á hverjum stað fyrir sig (Hrafnista-Laugasól-Laugalækjarskóli).

Þar vinna nemendur ýmis störf í sjálfboðavinnu.

Markmið þessa verkefnis er:

 • að virkja nemendur í samstarfi við þjónustustöðvar í hverfinu
 • að nemendur taki þátt í starfi með íbúum á heimili aldraðra, leikskólabörnum, vinni störf innan síns skóla og tengist samnemendum sínum
 • að  bæta skilning, þátttöku og virkni nemenda við nærumhverfið með sjálfboðavinnu
 • að gera þjónustustöðvar hverfisins sýnilegri
 • að nemendur myndi aukin tengsl við leikskólabörn og skilning á  þörfum þeirra, og efla vitundarvakningu um stöðu eldra fólks og þörfum þeirra og auki skilning sinn á mismunandi þörfum skólafélaga sinna og kynnist margbreytileikans innan skólans.
val_sam

Matseðill vikunnar

25 Mán
 • Steikt ýsa í karrýkókósraspi með kartöflum, salati og sósu

26 Þri
 • Núðlur með eggjum, kjúkling, grænmeti og salati

27 Mið
 • Plokkfiskur með smjöri og rúgbrauði - Ávextir

28 Fim
 • Grænmetisbuff með byggi, salati og salsasósu

Skóla dagatal

29 maí 2020
 • Möppudagur

  Möppudagur
02 jún 2020
 • Útivistardagur

  Útivistardagur
03 jún 2020
 • Íþróttadagur

  Íþróttadagur