Forsíða

Framundan í febrúar

Framundan í febrúar

Miðvikudagurinn 14. febrúar, öskudagur, er möppudagur í skólanum. Nemendur mæta þá í smærri hópum til umsjónarkennara og eru í 2 kennslustundir. Umsjónarkennarar eru að úthluta nemendum tímum.
Fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur og skrifstofa skólans er lokuð.
Miðvudaginn 21. febrúar eru foreldrarviðtöl með hefðbundnu sniði.

Lesa >>


Laugardalsleikarnir 2018

Laugardalsleikarnir 2018

Laugardalsleikarnir voru háðir í dag (miðvikudaginn 7. febrúar) en þeir eru samstarfsverkefni milli Laugalækjarskóla, Vogaskóla og Langholtsskóla. Keppt var í ýmsum þekktum og minna þekktum greinum og lögð áhersla á að að sem flestir gætu prófað og unnið stig fyrir sinn skóla. Félagsmiðstöðvarnar , Buskinn, Laugó og Þróttheimar halda síðan ball í Langholtsskóla um kvöldið fyrir 8. - 10. bekk.

Lesa >>


Uppbrot í 7. bekkjum

Uppbrot í 7. bekkjum

Nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt í Laugardalsleikjunum miðvikudaginn 7. febrúar. 7. bekkur hafði því skólann allan fyrir sig! Umsjónarkennararnir skipulögðu uppbrot í 3., 4. og 5. kennslustund en að öðru leyti var skóladagurinn að mestu hefðbundinn.

Lesa >>Vettvangsferð 7. bekkja á Þjóðminjasafnið

Vettvangsferð 7. bekkja á Þjóðminjasafnið

Í  síðustu viku fóru nemendur í 7. bekk á Þjóðminjasafnið. Nemendur sáu margt áhugavert, en hér fyrir neðan má sjá ígrundanir um upplifun þeirra í ferðinni.

Ýtið hér til að lesa lýsingar nemenda á upplifun sinni í vettvangsferðinni á Þjóðminjasafnið

Lesa >>


Eldri fréttir