Forsíða

Valgreinar í 7. og 8. bekk

Valgreinar í 7. og 8. bekk

Nemendur í 7. og 8. bekk velja sér valgrein, tvöfalda kennslustund á fimmtudögum. Skila þarf vali í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst og fyrstu kennslustundir verða fimmtudaginn 31. ágúst.

Valið fer fram á rafrænu formi. Hægt er að nálgast vefslóð hér: 

7. bekkur

8. bekkur

Nánari lýsingar á valgreinum er hægt að finna hér:

Valgreinar í 7. bekk

Valgreinar í 8. bekk

Lesa >>


Skólasetning 2017

Skólasetning 2017

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst.

7. bekkur kl. 9.00
8. bekkur kl. 10.00
9. bekkur kl. 11.00
10. bekkur kl. 12.00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Lesa >>


Sumarleyfi og skólabyrjun

Skólaslit og brautskráning voru haldin hátíðleg nú í júníbyrjun. Við sem störfum í Laugalækjarskóla viljum þakka nemendum, foreldrum og öllum sem að skólastarfinu komu í vetur fyrir gott samstarf. 

Starfsáætlun skólans og skóladagatal næsta skólaárs munu birtast í valmyndinni hér til hægri á næstu dögum. Innkaupalistar munu einnig birtast hér í ágústmánuði. Skrifstofa skólans opnar aftur 10. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst, tímasetningar nánar auglýstar síðar. 

Með ósk um gæfuríkt sumar,

Starfsfólk Laugalækjarskóla. 

Lesa >>


Íþróttadagurinn

Íþróttadagurinn

Á íþróttadaginn tóku nemendur þátt í ólíkum þrautum t.d. í badminton,  húllakeppni, reipitogi, blaki, glímu og skólahreysti. Þrátt fyrir rigningu skemmtu nemendur sér vel og enduðu daginn á að gæða sér á pylsum.

Myndir 

Lesa >>


Lokaverkefni - 10. bekkur

Lokaverkefni - 10. bekkur

Að venju varði 10. bekkur maímánuði í vinnu við lokaverkefnið.  Í lokaverkefninu móta nemendur rannsóknaspurningu sem þeir leitast við að svara á málefnilegan og rökstuddan hátt en beita um leið innsæi sínu og hugarflugi.  Eins og undanfarin ár voru efnistök frjáls og rannsóknaspurningarnar fjölbreyttar að vonum. Meðal þeirra efna sem nemendur glímdu við í maímánuði voru: alzheimer, rapp, djúpnetið, gæði mismunandi skjákorta, sykur, sjö undur veraldar, svefn og er samt fátt eitt nefnt.

Lesa >>


Eldri fréttir