Forsíða

Námskynningar fyrir foreldra

Námskynningar fyrir foreldra

Miðvikudaginn 12. september kl. 8:30 eru námskynningar fyrir foreldra. Kynningarnar byrja með stuttum fundi í stofu hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir skólabyrjunina hjá hverjum bekk og nokkur áhersluatriði vetrarins. Foreldrum gefst einnig tækifæri til að skipta með sér verkum í félagsstarfi bekkjarins.

Lesa >>


Allir með - Come along - Wszyscy razem

Allir með - Come along - Wszyscy razem

SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra, á starfsárinu 2017-18. Fjallað var um það sem einkennir skóla- og frístundastarf á Íslandi, samstarf foreldra og skóla og virkt fjöltyngi barna.

Við mælum með að foreldrar kynni sér þessar glærur

Hér eru nokkur dæmi af þeim 11 tungumálum sem standa til boða:

Todos juntos – Allir með – spænska

Wszyscy razem – Allir með – pólska

Come along – Allir með – enska

 

 

Lesa >>


Sumarleyfi og skólabyrjun

Starfsfólk Laugalækjarskóla þakkar nemendum, foreldrum og öllum sem að skólastarfinu komu í vetur fyrir gott samstarf með ósk um ánægjulegt sumarleyfi! 

Skrifstofa skólans opnar aftur 7. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst, eins og hér segir:

  • 7. bekkur kl. 9:00
  • 8. bekkur kl. 10:00
  • 9. bekkur kl. 11:00
  • 10. bekkur kl. 12:00

 

Lesa >>


Skólaslit

Miðvikudaginn 6. júní
Skólaslit og uppskeruviðtöl 7.-9.bekk

7. bekkur og foreldrar mæta kl. 9:00

8. bekkur og foreldrar mæta kl. 11.00

9. bekkur og foreldrar mæta kl. 10.00

Fimmtudaginn 7. júni
Brautskráning 10. bekkjar inn á sal skólans kl. 17.30 - 19.00

Lesa >>


Lokaverkefni í 10. bekk - Kynningar

Lokaverkefni í 10. bekk - Kynningar

Að venju varði 10. bekkur maímánuði í vinnu við lokaverkefnið.  Í lokaverkefninu móta nemendur rannsóknarspurningu sem þeir leitast við að svara á málefnilegan og rökstuddan hátt en beita um leið innsæi sínu og hugarflugi.  Eins og undanfarin ár voru efnistök frjáls og rannsóknarspurningarnar fjölbreyttar að vonum. Meðal þeirra efna sem nemendur glímdu við í maímánuði voru: plast, rapp, fullkomnun og hamingja, samsæriskenningar, samfélagsleg áhrif kaffidrykkju, matreiðslubók, tákn og er samt fátt eitt nefnt.

Lesa >>


Eldri fréttir