Forsíða

Ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku

Ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku

Laugalækarskóli býður upp á ráðgjöf og samræður við foreldra á ensku, filippseysku og pólsku á foreldradegi þann  17. október. Foreldrarnir geta komið annaðhvort fyrir eða eftir fundinn við umsjónakennara. Þjónustan þessi er fyrir framan skólabókasafn milli kl. 9-12. Rætt er við eitt foreldri í einu. Boðið er upp á ráðgjöf og samræður um ýmislegt sem viðkemur námi barna í grunnskóla, einnig tungumálauppeldi og læsisfærni tvítyngdra barna, hlutverk og ábyrgð skólaforeldra og samstarf við skóla og frístundastarf. Vinsamlegast undirbúið spurningar varðandi nám barna ykkar.

Lesa >>


Foreldraviðtöl og vetrarleyfi

Foreldraviðtöl og vetrarleyfi

Miðvikudaginn 17. október eru foreldraviðtöl. Nemendur mæta í skólann í boðuð viðtöl með foreldrum sínum.

Aðrir kennarar en umsjónarkennarar verða einnig til viðtals þennan dag - nánari upplýsingar um staðsetningu þeirra verða á staðnum. 

Vetrarleyfi er 18. - 22. október (fimmtudagur, föstudagur og mánudagur)

Starfsdagur kennara er 23. október (þriðjudagur). 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. október.

 

Next Wednesday the 17th of October we have parent-teacher interviews. Students have a scheduled time with their parents. Other teachers are also available.

We have a winter break the 18th – 22nd of October (Thursday, Friday and Monday)

The 23th of Okcober is a preperation day for teachers.

School starts again the 24th of October


Lesa >>


Samræmd próf í 9. bekk

Samræmd próf í 9. bekkMennta - og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að færa dagsetningar könnunarprófanna fram um einn dag.

Ástæða breytinganna er sú að Íslandsmót iðn- og verkgreina skarast á við fyrirhugað könnunarpróf í ensku þann 14. mars. Í tilkynningunni er nefnt að bæði Íslandsmótið og samræmdu könnunarprófin séu afar mikilvæg fyrir skólasamfélagið og þau geti ekki farið fram sama dag. Þar segir að keppst sé við að fjölga nemendum í iðn- og verkgreinum og því mikilvægt að flestir nemendur efstu bekkja grunnskóla fái að kynnast iðn- og verkgreinum og námstækifærum á þeim sviðum. Sýningin og Íslandsmótið hafi vaxið og dafnað undanfarin ár og sé frábær leið fyrir nemendur til að kynna sér fjölbreytni iðn- og verknáms á skemmtilegan og lifandi hátt.

Dagsetningar prófanna verða því eftirfarandi:

11. mars, mánudagur – íslenska
12. mars, þriðjudagur – stærðfræði
13. mars, miðvikudagur – enska

Lesa >>


Frábær árangur á grunnskólamótinu í knattspyrnu

Frábær árangur á grunnskólamótinu í knattspyrnu

Síðastliðið þriðjudagskvöld kepptu lið Laugarlækjarskóla í sínum undanriðli á grunnskólamóti KSÍ fyrir 7. bekk. Leikirnir fóru fram í Egilshöll og við sendum bæði stúlkna og drengjalið til keppni.  Bæði lið stóðu sig frábærlega: stúlkurnar unnu sinn riðil örugglega og unnu sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á föstudaginn. 28. september.  Strákarnir stóðu sig einnig með prýði en voru óheppnir að komast ekki áfram eftir jafna keppni við sterka andstæðinga.

Lesa >>


Námskynningar fyrir foreldra

Námskynningar fyrir foreldra

Miðvikudaginn 12. september kl. 8:30 eru námskynningar fyrir foreldra. Kynningarnar byrja með stuttum fundi í stofu hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir skólabyrjunina hjá hverjum bekk og nokkur áhersluatriði vetrarins. Foreldrum gefst einnig tækifæri til að skipta með sér verkum í félagsstarfi bekkjarins.

Lesa >>


Eldri fréttir