Skip to content

Fræðsla fyrir foreldra í kvöld

Í dag, mánudaginn 20. maí kl. 20.00, stendur foreldrafélag skólans og skólinn fyrir fræðslu fyrir foreldra.
Við fáum í heimsókn Rúnu í Foreldrahúsi og Bryndísi hjá Heimili og skóla en þær
ætla að ræða við foreldra um vímuefni og helstu forvarnir gegn þeim.

Nú styttist í að skólanum ljúki og minna skipulögð dagskrá kallar stundum á ný umhugsunarefni. Við í skólanum viljum nota þetta tækifæri til að minna á að ýmsum freistingum er gjarnan haldið að ungu fólki þegar sól hækkar á lofti og frjálsræði eykst. Sumarið er tíminn í svo mörgum skilningi.
Við hvetjum alla til að mæta á fræðsluna annað kvöld því vel upplýstir foreldrar og samtakamáttur þeirra er ein öflugasta forvörnin.