Skip to content

Skólastarf næstu vikur

Miðvikudagur 29. maí kl. 17.30 – nemendur í 10. bekk kynna lokaverkefnið sitt fyrir foreldrum og öðrum gestum.

Fimmtudagur 30. maí – Uppstigningardagur.

Föstudagur 31. maí – möppudagur. Umsjónarkennarar munu senda ykkur hópaskiptinguna. Nemendur í 10. bekk mæta kl. 8.30 á sal í frágang.

Mánudagur 3. júní – starfsdagur.

Þriðjudagur 4. júní – útivistardagur, sjá nánar í pósti frá umsjónarkennurum.

Miðvikudagur 5. júní – íþróttadagur. Nemendur mæta kl. 8.30 í umsjónarstofuna. Í hádeginu verður boðið upp á grillaðar pylsur.

Fimmtudagur 6. júní – skólaslit/uppskeruviðtöl í 7. – 9. bekk. Við óskum eftir því að foreldrar mæti með. Dagskráin þennan dag samanstendur af stuttri athöfn á sal skólans og svo fara nemendur í stofur og kynna vitnisburð sinn og sýnismöppur fyrir foreldrum.

7. bekkur mætir kl. 9
8. bekkur mætir kl. 11
9. bekkur mætir kl. 10

Föstudagur 7. júní – skólaslit í 10. bekk kl. 16.30. Athöfnin fer fram í Laugardalshöllinni.

Fylgist endilega með póstum á næstu dögum þar sem nánar er fjallað um einstaka viðburði.