Skip to content

Skólabyrjun skólaárið 2019-2020

Skólasetning og fyrsti skóladagur nýs skólaárs verða fimmtudaginn 22. ágúst.  Nemendur mæta eins og hér segir:

7. bekkur og foreldrar mæta kl. 8:30 á sal skólans.

8. bekkur og foreldrar mæta kl. 9:15 á sal skólans.

9. og 10. bekkur mæta kl. 10:00 á sal skólans.

Foreldrar eru velkomnir.

 

Eftir skólasetningu hefst fyrsti skóladagurinn í kennslustofum.

Nemendur eru því beðnir um að mæta með skólatöskur og öll þau gögn sem hægt er að endurnýta frá síðasta ári, t.d. skriffæri, stílabækur og vasareikna.

Skólinn útvegar þau gögn sem nemendur kann að vanta.

Nemendur fá samlokur og ávexti þennan fyrsta dag og þurfa því ekki að hafa með sér nesti.

Nánari upplýsingar verða sendar á hvern árgang þegar nær dregur.

 

Með von um gæfuríkt skólaár,

Stjórnendur og starfsfólk Laugalækjarskóla