Skip to content

Námskynningar þann 11. september

Árleg námskynning fyrir foreldra verður haldin í skólanum næstkomandi miðvikudag, 11. september, kl. 8:30 til 9:50.

Dagskráin verður tvíþætt:

1. Fundur í stofu umsjónarkennara. Rætt um skólabyrjun bekkjarins og minnt á helstu áherslur skólans. (c.a. 30-35 mín).
2. Námsgreinatorg, staðsett í húsi 9. og 10. bekkjar. Kennarar í hverri námsgrein eru saman með bás og sýna námsefni og námsáætlanir í greininni ásamt því að svara spurningum foreldra.

Kaffi og kleinur í boði skólans – nema einhver bekkur og bekkjarfulltrúar hafi hraðar hendur og skjóti upp kaffihúsi í fjáröflunarskyni. Áhugasamir sendi póst á mundi@rvkskolar.is. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér kennsluáætlanir á vef skólans fyrir kynninguna, þær ættu flestar að vera komnar á vefinn á þriðjudaginn kemur.

Nemendur eiga frí fyrstu tvær kennslustundirnar vegna þessa, þeir mæta samkvæmt stundatöflu kl. 10:10. Hafragrautur verður ekki í boði þennan dag.

Með von um góða mætingu,
Jón Páll.