Skip to content

Fjölbreytt búsvæði lífvera inn á skólalóðinni

Oft þarf ekki að stíga nema örfá skref út úr skólanum til að kynnast lifandi náttúru. Í tilefni af degi islenskrar náttúru þann 16 september könnuðu nemendur í sjöunda bekk lífríkið á skólalóðinni og við nánari skoðun kom í ljós fjölbreytt lífríki. Ýmsar lífverur er þar að finna s.s. fjöldi tegunda plantna, sveppa og smádýra. Nokkrar tegundir spörfugla og dúfur koma reglulega við í ætisleit, enda nóg af því hér að finna.