Skip to content

Lífið í fjörunni

Nýverið voru nemendur í 8. bekk að læra um lífið í fjörunni. Skundað var niður í Laugarnesfjöru til að skoða hvernig þörungar raða sér í belti í  fjörunni og tekin sýni af ýmsum þörungum, stórum sem smáum. Mikið var af brúnþörungum, þangi og þara, með tilheyrandi smádýralífi, einnig fundust nokkur ígulker. Í smásjársýni af sjó voru svo skoðaðir frumþörungar (plöntusvif) sem er lykilfæða annara sjávarlífvera.