Skip to content

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Laugalækjarskóli sendi fjórar sveitir til leiks, eina í flokki 4.-7. bekkjar og þrjár í flokki 8. – 10. bekkjar. Allir strákarnir í sveitinni í yngri flokknum tefldu í fyrsta skipti fyrir skólann og öðluðust dýrmæta reynslu fyrir komandi ár. Í skáksveitunum í elsta flokknum höfðu flestir okkar nemendur teflt áður fyrir skólann en þó voru einhverjir að stíga sín fyrstu skref í sveitakeppni.

Sveitirnar stóðu sig allar vel en best stóð A-sveitin sig, en hún endaði í þriðja sæti mótsins og tryggði sér þannig bronsverðlaun.

Glæsilega gert hjá þeim Gesti Andra, Snorra, Ólíver og Kára sem skipuðu sveitina.

Næsta skákmót er Jólamót Laugalækjarskóla sem fer fram í skólanum í desember.