Skip to content

Allir heim fyrir kl. 15.00

Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi  í dag þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15  nema brýn nauðsyn beri til.

Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á.

Öllu skólastarfi í Laugalækjarskóla lýkur kl. 14.00 í dag.