Skip to content

8. bekkur býður foreldrum/forráðamönnum á sýningu

Á morgun (þriðjudaginn 17. desember) ætla nemendur í 8. bekk að bjóða foreldrum/forráðamönnum á sýningu sem sýnir afurðir þeirra eftir rannsóknarvinnu síðast liðnar tvær vikur.

Byrjað verður á kynningu sem hefst í kennslustofum kl. 9:00, gott er að mæta aðeins fyrir þann tíma.

Eftir kynningar í stofum opna glæsilegir sýningarbásar í matsalnum og nágrenni þar sem hægt er að skoða verkefni nemenda betur. Sýningin stendur til kl. 10:30.

Hlökkum til að sjá ykkur!