Skip to content

Rannsóknarverkefni í 8. bekkjum – kynning og sýning

8.bekkingar luku rannsóknarverkefnum sínum með glæsibrag. Verkefnið er þverfaglegt og byggist á öflun upplýsinga, úrvinnsla og skilum í fjölbreyttu formi.

Nemendur fengu alls tvær vikur til að vinna í verkefninu sem hófst formlega þann 2. desember og lauk með glæsilegri sýningu þann 17. desember þar sem foreldrar og aðrir gestir mættu til að hlýða á kynningar þeirra og fengu að lokum tækifæri til að sjá afurðir og spjalla við nemendur um verkefnið.

Nemendum var frjálst að velja sér hvaða tjáningarform sem er til að lýsa niðurstöðu sinni og með góðri hjálp listgreinakennara urðu afurðir bæði skemmtilegar og frumlegar.

Hægt er að skoða verkefnin hér