Skip to content

Gott gengi á Reykjavíkurmóti grunnskóla

Skáksveitir skólans tóku þátt í Reykjavíkurmóti grunnskóla í skák  sem haldið er af Taflfélagi Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviði.

Í flokki 4-7. bekkjar sendi skólinn eina sveit til leiks. Sveitarmeðlimir tóku flestir einnig þátt á Jólamótinu fyrir áramót. Reynslan af því móti skilaði sér nú ríkulega og uppskar sveitin að þessu sinni fjórða sætið en 23 sveitir tóku þátt. Sannarlega miklar framfarir í gangi enda áhuginn mikill.

Í flokki 8.-10. bekkjar sendi skólinn tvær sveitir til leiks.

Sveitirnar stóðu sig vel og náði a-sveitin þriðja sætinu og þar með bronsverðlaunum. A-sveit skólans hefur verið iðinn við kolann síðustu misserin og var þetta í þriðja sinn á rúmu ári sem hún kemst á pall í skólamótum. Í a-sveit voru þeir Gestur og Konráð í tíunda bekk, Kári Christian í níunda bekk og Adam í áttunda bekk.

Skáksveitir skólans munu tefla á Íslandsmótum sem fram fara í mars og apríl.