Skip to content

Listrænt ákall til náttúrunnar

Nemendur í náttúruvali tóku nú í vetur þátt í verkefninu Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Kennslufræðileg nálgun var þverfagleg og áhersla lögð á frumkvæði nemenda. Markmið verkefnisins var að veita nemendum svigrúm til að leita svara við spurningunni Hvað höfum við gert? Lögð var áhersla á gangnrýni og sjálfsrýni og meiri meðvitund um stöðu umhverfismála á jörðinni með málefni tengd sjálfbærni í forgrunni.

Nemendum gafst tækifæri á að vinna undir handleiðslu ýmissa listamanna við túlkun sína á málefninu s.s. grafísks hönnuðar, kvikmyndagerðafólks o.fl.

Verkin eru nú sýnd á Barnamenningarhátíð í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöðum.

 

Hægt er að horfa á gjörninginn með því að smella hér.