Skip to content

Skólaslit í 7. – 9. bekk fimmtudaginn 4. júní

Í venjulegu árferði værum við búin að bjóða foreldrum til skólaslita og uppskeruviðtala við nemendur við lok skólaárs. Að teknu tilliti til sóttvarnasjónamiða munum við eingöngu boða nemendur til skólaslita þetta árið. 

Nemendur mæta eins og hér segir, fimmtudagsmorguninn 4. júní:

  • 7. bekkur mætir kl. 9:00
  • 9. bekkur mætir kl. 9:30
  • 8. bekkur mætir kl. 10:00

Foreldraviðtöl / símaviðtöl standa foreldrum til boða föstudaginn 5. júní. Umsjónarkennarar úthluta viðtalstímum inni í Mentor – rétt eins og um hefðbundin foreldraviðtöl væri að ræða. Í boði eru 10 mínútna viðtöl. Kennarar hringja í foreldra á þeim tíma sem þeir skrá.