Skip to content

Afmæli Barnasáttmálans í Laugalækjarskóla

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna fagnaði 31 árs afmæli sínu síðastliðinn föstudag.  Sem réttindaskóli vildi Laugalækjarskóli gera sér dagamun þó að almennum mannfögnuðum sé þröngt skorinn stakkurinn á þessum sóttvarnardögum.  Skólinn var þó skreyttur með bláum blöðrum en blár er jú litur Sameinuðu Þjóðanna og afmæliskveðjur hengdar upp til að minna nemendur á tímamótin.  Ekki var boðið upp á afmælisköku enda má ekki traktera nemendur um þessar mundir með öðru en innpökkuðum matvælum en þess í stað fékk hver og einn nammipoka með sænsku góðgæti og fjölnota grímur í gjöf frá skólanum.  Nú þegar hanga uppi út um allan skóla veggspjöld sem nemendur í 7. bekk hönnuðu með völdum ákvæðum úr barnasáttmálanum sem partur af margmiðlunarverkefni fyrr í vetur auk þess að í tengibyggingu skólans hefur réttindatréið skotið rótum en það er eina tréið sem á vaxa ný lauf á haustin og veturna, lauf með þeim ákvæðum sáttmálans sem hverjum og einasta nemenda fyrir sig finnst vera þau mikilvægustu.

 

Hægt er að skoða myndir með því að ýta hér.