Öskudagur

Öskudeginum var fagnað í Laugalækjarskóla eftir öllum kúnstarinnar reglum. Nemendur og starfsmenn mættu uppáklæddir í allskonar búningum enda til mikils að vinna – þeir bekkir sem voru skrautlegastir og með hæsta hlutfall nemenda í furðufötum áttu von á veglegum verðlaunum. Dagurinn byrjaði uppi í stofum þar sem bekkirnir áttu saman stund áður en haldið var í risa congadansi niður í sal þar sem stiginn var trylltur dans áður en haldið var aftur upp í stofu þar sem skóladeginum lauk á pizzaveislu.