Skip to content

Þorraskákmót Lauglækjarskóla

Þorraskákmót Laugalækjarskóla fór fram í byrjun febrúar. Þorraskákmót hefur ekki verið haldið áður en vegna faraldursins var ekki hægt að halda hið árlega Jólaskákmót skólans og kom því Þorraskákmótið í staðinn. Mótið var haldið á skólatíma og mættu í kringum 50 nemendur til leiks. Þegar teflt hafði verið í klukkutíma voru aðeins tveir keppendur búnir að vinna allar sínar skákir og mættust því í úrslitaskák. Í úrslitaskákinni var það Adam í 9G sem lagði að velli jafnaldra sinn hann Oliver í 9L í spennandi skák. Fengu þeir félagar að verðlaun gjafabréf með uppáskrifuðum ljúffengum bragðarefum. Þóra Kristín í 7A var efst stúlkna og fékk sömuleiðis uppáskrift á bragðaref. Mikil gleði einkenndi mótið en allmargir voru að tefla í fyrsta sinn á skipulögðu skákmóti. Framundan er annað mót í skólanum ásamt því að sveitir skólans munu tefla á Íslandsmóti.