Skip to content

Pangea stærðfræðikeppni

Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Allir nemendur hjá okkur í 8. og 9. bekk tóku þátt í fyrstu umferð keppninnar þetta árið.  Stór hluti nemenda komust í aðra umferð.

Í úrslitaumferðinni sem var haldi í dag, þriðjudaginn 27. apríl eru allir þeir sem náðu 25 stigum eða meira af 32 mögulegum. Þetta eru alls 50 nemendur úr 66 skólum víðsvegar af landinu.

Frá okkur í Laugalækjarskóla náðu fjögur þessu lágmarki þ.e. þrír úr    8. bekk og 1 úr 9. bekk.  Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og vonum að þeim gangi vel í úrslitunum.