Skip to content

Áfram Laugalækjarskóli!

Lið Laugalækjarskóla kom, sá og sigraði undanriðill sinn í Skólahreysti síðastliðinn miðvikudag og er því komið áfram í úrslit laugardaginn 29.maí. Liðið var með frábæran árangur í heildina en þau María Helga og Þórbergur Ernir í 10.bekk áttu hápunkt keppninnar þegar þau settu nýtt íslandsmet í hraðabrautinni. Tími þeirra var 2:00 sem er bæting um 3 sekúndur frá fyrra Íslandsmeti.

Lið Laugarlækjarskóla skipa þau:

Tindur Eliasen – upphífingar og dýfur

Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir – armbeygjur og hreystigreip

Þórbergur Ernir Hlynsson – hraðabraut

María Helga Hōgnadóttir – hraðabraut