Skip to content

Skólahreysti

Úrslitakeppnin í Skólahreysti var haldinn sl. laugardagskvöld í beinni útsendingu á RUV. Liðið hafði áður unnið undanriðilinn sinn með glæsibrag og m.a. sett nýtt Íslandsmet í hraðabraut.

Fyrirfram var talið að Laugalækjarskóli og Heiðarskóli ættu sterkustu liðin í úrslitunum. Úr varð einhver mest spennandi úrslitakeppni frá því sögur hófust og þegar upp var staðið munaði aðeins hálfu stigi á liðunum. Og það dugði því miður ekki til sigurs að María og Þórbergur bættu sitt eigið Íslandsmet um 8 sekúndur!

Keppnisliðið skipuðu þau María Helga, Svanhildur, Tindur og Þórbergur – og til vara voru þau Hekla, Elí og Orri.

Innilega til hamingju krakkar!