Skip to content
04 mar'21

Skrekkur 2021

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Atriði Lauglækjarskóla sem heitir Í öðru ljósi,  komst áfram í úrslit Skrekks í gær…

Nánar
01 mar'21

Þorraskákmót Lauglækjarskóla

Þorraskákmót Laugalækjarskóla fór fram í byrjun febrúar. Þorraskákmót hefur ekki verið haldið áður en vegna faraldursins var ekki hægt að halda hið árlega Jólaskákmót skólans og kom því Þorraskákmótið í staðinn. Mótið var haldið á skólatíma og mættu í kringum 50 nemendur til leiks. Þegar teflt hafði verið í klukkutíma voru aðeins tveir keppendur búnir…

Nánar
17 feb'21

Öskudagur

Öskudeginum var fagnað í Laugalækjarskóla eftir öllum kúnstarinnar reglum.  Nemendur og starfsmenn mættu uppáklæddir í allskonar búningum enda til mikils að vinna – þeir bekkir sem voru skrautlegastir og með hæsta hlutfall nemenda í furðufötum áttu von á veglegum  verðlaunum.  Dagurinn byrjaði uppi í stofum þar sem bekkirnir áttu saman stund áður en haldið var…

Nánar
12 feb'21

Tímaflakkið mikla

Verkið Tímaflakkið mikla var valið til uppsetningar úr innsendum handritum í verkefninu Krakkar skrifa hjá KrakkaRÚV. Leikritið segir frá tvíburum sem fara bæði fram og aftur í tímann. Höfundar handrits eru nemendur í skólanum og nokkrir leikaranna einnig. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá sýningu Leiklistarskóla Borgarleikhússins á leikritinu Tímaflakkið mikla. Tímaflakkið mikla

Nánar
23 nóv'20

Afmæli Barnasáttmálans í Laugalækjarskóla

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna fagnaði 31 árs afmæli sínu síðastliðinn föstudag.  Sem réttindaskóli vildi Laugalækjarskóli gera sér dagamun þó að almennum mannfögnuðum sé þröngt skorinn stakkurinn á þessum sóttvarnardögum.  Skólinn var þó skreyttur með bláum blöðrum en blár er jú litur Sameinuðu Þjóðanna og afmæliskveðjur hengdar upp til að minna nemendur á tímamótin.  Ekki var boðið…

Nánar
20 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, er hefð fyrir því að veita völdum nemendum í öllum grunnskólum Reykjavíkur Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.  Viðurkenningin er veitt þeim nemendum sem hafa: sýnt færni, frumleika að sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti, sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, ýmist…

Nánar
12 nóv'20

Picasso i covid

Í síðustu viku fengu nemendur 7. bekkja myndmenntakennslu sem var kærkomið uppbrot í dagana. Við rifjuðum upp það sem við vitum um Picasso og hans list og svo unnu nemendur myndverk í hans anda. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að fara í myndaalbúmið okkar. .

Nánar
27 okt'20

Sköpun og sjálfbærni

Í vetur er nýr valáfangi í boði á fimmtudögum sem er opinn nemendum úr 8., 9., og 10. bekk og heitir Sköpun og sjálfbærni. Fyrstu vikurnar unnu nemendur umhverfislistaverk í anda Andy Goldsworthy í nágrenni skólans. Á myndunum má sjá hluta af þeirri vinnu en umfjöllun um listamanninn og verk Goldsworthys má t.d. sjá hér.…

Nánar
22 sep'20

Áfram í úrslit á fótboltamóti grunnskólanna

Okkar drengir komust áfram í úrslit á fótboltamóti grunnskólanna. Þeir keppa í úrslitum á fōstudaginn. Stúlkurnar lentu í 2.sæti í sínum riðli og eiga enn mōguleika á að komast áfram ef þær eru með besta 2.sætið. Áfram Laugalækjarskóli!

Nánar