Fréttir
Sýnishorn af verkum nemenda í hönnun og smíði haustið 2020
Nemendur hafa verið duglegir að skapa listaverk í hönnun og smíði núna í haust. Komnar eru myndir af þessum flottu afurðum í myndaalbúmi skólans. Hægt er að komast beint í albúmið með því að ýta hér.
NánarAfmæli Barnasáttmálans í Laugalækjarskóla
Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna fagnaði 31 árs afmæli sínu síðastliðinn föstudag. Sem réttindaskóli vildi Laugalækjarskóli gera sér dagamun þó að almennum mannfögnuðum sé þröngt skorinn stakkurinn á þessum sóttvarnardögum. Skólinn var þó skreyttur með bláum blöðrum en blár er jú litur Sameinuðu Þjóðanna og afmæliskveðjur hengdar upp til að minna nemendur á tímamótin. Ekki var boðið…
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, er hefð fyrir því að veita völdum nemendum í öllum grunnskólum Reykjavíkur Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Viðurkenningin er veitt þeim nemendum sem hafa: sýnt færni, frumleika að sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti, sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, ýmist…
NánarPicasso i covid
Í síðustu viku fengu nemendur 7. bekkja myndmenntakennslu sem var kærkomið uppbrot í dagana. Við rifjuðum upp það sem við vitum um Picasso og hans list og svo unnu nemendur myndverk í hans anda. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að fara í myndaalbúmið okkar. .
NánarSköpun og sjálfbærni
Í vetur er nýr valáfangi í boði á fimmtudögum sem er opinn nemendum úr 8., 9., og 10. bekk og heitir Sköpun og sjálfbærni. Fyrstu vikurnar unnu nemendur umhverfislistaverk í anda Andy Goldsworthy í nágrenni skólans. Á myndunum má sjá hluta af þeirri vinnu en umfjöllun um listamanninn og verk Goldsworthys má t.d. sjá hér.…
NánarÁfram í úrslit á fótboltamóti grunnskólanna
Okkar drengir komust áfram í úrslit á fótboltamóti grunnskólanna. Þeir keppa í úrslitum á fōstudaginn. Stúlkurnar lentu í 2.sæti í sínum riðli og eiga enn mōguleika á að komast áfram ef þær eru með besta 2.sætið. Áfram Laugalækjarskóli!
NánarFréttir af fyrrverandi nemanda Lauglækjarskóla
Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. Hægt er að lesa frétt af Vísi um Reyn með því að smella hér.
NánarVerðlaunahátíð Barnanana 2020 á Krakkarúv
Laugardaginn 6. júni áttum við í Laugalækjarskóla verðlaunahafa í tveimur flokkum á uppskeruhátíðinni Sögur. Leikrit ársins sem verður sett á svið í Borgarleikhúsinu í haust, höfundar Júlía Dís, Kristbjörg og Þórey 7.U auk þess voru margar vinkonur sem áttu þátt í hugmyndavinnunni. Þorkell 7.G vann smásögu ársins í sínum aldursflokki og verður hægt að lesa…
NánarBrautskráning nemenda 10. bekkjar
Brautskráning nemenda í 10. bekk fer fram í fundarsölum Laugardalshallar fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30 – 19:00. Hverjum nemanda er heimilt að bjóða með sér tveimur gestum og verður þess gætt að rúmt sé á milli sæta, til að mæta sóttvarnarsjónarmiðum.
Nánar