Móttaka nemenda úr Laugarnesskóla

Að vori fyrir skólalok í Laugarnesskóla:

  • Stjórnendur Laugalækjarskóla heimsækja verðandi 7. bekki, kynna skólann og svara fyrirspurnum.
  • Fulltrúar úr nemendaráði Laugalækjarskóla fara í heimsókn í Laugarnesskóla, segja frá félagslífinu og svara spurningum.
  • Verðandi 7. bekkingar koma í heimsókn í Laugalækjarskóla ásamt foreldrum og umsjónakennurum sínum og fá ítarlega kynningu á skólanum og skoða hann.
  • Verðandi umsjónarkennarar, stoðkennari og námsráðgjafi fara á fund í Laugarnesskóla og fá upplýsingar um náms- og félaglega stöðu um verðandi 7. bekkinga.

Að hausti:

  • Við skólasetningu 7. bekkjar er fjallað um sérkenni skólans, svo sem námsmöppukerfið og annaskiptingu og farið yfir ýmis hagnýt atriði.

Foreldrar þessara barna þurfa ekki að innrita nemendur formlega í Laugalækjarskóla; nemendur flytjast sjálfkrafa úr Laugarnesskóla við útskrift þaðan.

Prenta | Netfang