Skólanámskrá - upplýsingagjöf til foreldra

Miðlun upplýsinga til foreldra

Námið: Gott yfirlit námið má fá með kennsluáætlunum. Formlegu námsmati eru ítarleg skil gerð skil annarstaðar. Upplýsingar um árangur nemanda í einstökum verkefnum er að finna á Mentor.is undir liðnum verkefnabók. Sjá einnig reglur um verkefnaskil.

Ástundun og skólasókn: Daglegar upplýsingar um ástundun og skólasókn nemanda er að finna inni á Mentor.is undir liðnum ástundun. Foreldrar eru hvattir til að fylgjst daglega með skráningum þar. Þar getur að líta nokkuð fjölbreyttar skráning á vinnuframlagi nemenda í kennslustundum. Sú skráning er bæði hugsuð sem aðhald fyrir nemendur og upplýsingagjöf til foreldra til foreldra í senn.

Þar kemur einnig fram skólasóknareinkunn nemenda. Hún er gefin á kvarðanum 1-10 og eru allirrnemendur með einkunnina 10 við upphaf annar. Einkunnin lækkar við  á seinkomur og óheimilar fjarvistir, ekki við aðrar tegundir ástundunar. Skólasóknareinkunn kemur fram á vitnisburði við lok annar. Umsjónarkennarar senda yfirlit um ástundun og skólasókn vikulega til foreldra í tölvupósti.

Fréttir og tilkynningar: Skólastjórnendur og umsjónarkennarar senda foreldrum tilkynningar í tölvupósti um flesta fyrirhugaða viðburði í skólastarfinu og félagslífinu. Almennar fréttir úr skólalífinu koma fram á vef skólans. 

Prenta | Netfang