Skip to content

Foreldrafélag Laugalækjarskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum.

 

Aðrar upplýsingar

Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Allir foreldrar í Laugalækjarskóla eru í foreldrafélagi skólans. Stjórn foreldrafélagsins skipuleggur vetrardagskrá félagsins. Með stjórn foreldrafélags starfa 2-3 bekkjarfulltrúar úr hverri bekkjardeild. Hlutverk þeirra er m.a. að efla félagsstarf í hverjum bekk og auka þannig kynni bæði á meðal nemenda og foreldra.

Foreldrafélag Laugalækjarskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

Markmið

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
  • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Lög Foreldrafélags Laugalækjarskóla

Hægt er nálgast lög foreldrafélagsins hér.

Stjórn foreldrafélagsins

Í stjórn foreldrafélagsins eru:

 

Þórunn Steindórsdóttir, formaður
thoruns@hotmail.com Kristjana Skúladóttir, varaformaður
kristjana.skula@gmail.com Þorsteinn Guðmundsson, ritari
thors.gud@gmail.com Anna Þórhallsdóttir, gjaldkeri
athz@internet.is

 

Meðstjórnendur:

Sigrún Theódórsdóttir
sigrunth@yahoo.com Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir
sigridur.dagmar.johannsdottir@gmail.com Natalia Druzik, meðstjórnandi
nataliadruz@gmail.com

 

 

 

Skýrsla stjórnar foreldrafélagsins

2017-2018

 

Fundargerð Aðalfundar

2018

Fréttir úr starfi

Skoða fréttir