Jólaskák

 

Helstu skákáhugamenn skólans hafa tekið þátt í tveimur mótum að undanförnu. Þaulreyndir skákmenn og byrjendur eru hér á ferðinni og allir hafa gaman að. 

Jolaskak2017 1

 Yngri og eldri sveitir skólans tóku þátt í Jólamóti SFS og TR á dögunum. Eldri sveitin stóð sig frábærlega og lenti í öðru sæti. Á myndinni hér að ofan er sveitin, frá vinstri talið: Kristófer Gautason skákkennari, Skorri, Gestur, Konráð, Snorri, Jens, Vigfús og Alexander.  Yngri sveitin var skipuð efnilegum skákmönnum úr 7. bekk sem voru að keppa á sínu fyrsta móti. Sveitin lenti í 21. sæti sem er mjög viðunandi árangur á fyrsta móti. 

Nú í vikunni varð síðan haldið Jólamót Laugalækjarskóla árið 2017. Tuttugu nemendur tóku þátt. Í efstu sætum urðu eftirtaldir:

  1. Alexander Oliver Mai, 9. bekk
  2. Konráð Óskar Kjartansson, 8. bekk
  3. Tindur Eliasen7. bekk

Jafnir Tindi að vinningum urðu þeir Benjamín, Snorri og Gunnar Tumi en Tindur fékk bronsverðlaunin eftir stigaútreikning.

Skákin á sér langa hefð innan Laugalækjarskóla, bæði sem keppnisíþrótt og almenningsíþrótt.

Jolaskak2017 2

Prenta | Netfang