Tónverk eftir Guðríði flutt í Hörpunni

Þann 25. apríl var tónverk samið af Guðríði Elísu Pétursdóttur, spilað í Hörpunni á vegum Upptaktsins. Tónverkið heitir Helga og er tileinkað frænku Guðríðar sem lést árið 2016.

Upptakturinn tekur við tónsmíðum eða drögum frá ungu fólki og dómnefnd skipuð fagfólki velur áhugaverðustu hugmyndirnar. Þau verk sem verða fyrir valinu eru fullunnin í vinnustofu Listaháskóla Íslands og Hörpunnar með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist.  Markmiðið er ekki síst að hvetja ungt fólk til þess að semja eigin tónlist og leyfa því að upplifa að sjá eigin verk flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum á sviði í alvöru tónleikahúsi.

Guðríður var ein af þeim sem hlaut tónsköpunarverðlaunin: Upptaktinn 2017

Upptakturinn er á vegum Hörpu tónlistarhúss í samstarfi við  Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands og RÚV.

Prenta | Netfang