Laugalækjarskóli í þriðja sæti

Úrslitin í skólahreysti fóru fram miðvikudaginn 26. apríl í Laugardalshöll.  Keppnislið okkar, skipað þeim Jónasi Inga 9A, Sóleyju Margréti 9L, ‚Óliveri Dór 9U og Söru Hlín 10L, þeytti þar kappi við þá 11 skóla sem höfðu unnið sína undanriðla í vetur.  Studd áfram af fjölmennri og bláklæddri stuðningssveit náði keppnislið okkar þriðja sæti með 47,5 stig,  11,5 stigum eftir sigurliði Síðuskóla. 

Að launum uppskáru þau 100.000 krónur í verðlaunafé sem verður nýtt í þágu nemenda Laugalækjarskóla.  Óhætt er að segaj að mikil áhugi og spenna hafi myndast í skólanum fyrir lokakeppninni og ófáir sem festu kaup á bláum stuðningsmannabolum fyrir úrslitakvöldið.  Ekki urðu stuðningsmenn heldur fyrir vonbrigðum með frammistöðu okkar keppenda og glæsilegur árangur þeirra mun eflaust ýta undir áhuga á skólahreysti næstu misserin.  Það voru sem fyrr kennararnir Elena og Ingólfur sem höfðu veg og vanda af þjálfun keppnissveitar okkar auk þess að skipuleggja skólahreystivalið sem boðið er upp á í 9. og 10. bekk.  Nánari upplýsingar um úrslit lokakvöldsins má finna hér

Myndir

Prenta | Netfang