Vináttusamband við leikskólann Laugasól

Laugalækjarskóli og leikskólinn Laugasól hafa unnið að skemmtilegum samstarfsverkefnum í vetur. Nokkrir nemendur sem eru að læra íslensku fengu að heimsækja leikskólann og hlusta á skemmtilegan söng og fylgjast með nemendum í leik og starfi. Seinna fór sami hópur með leikskólabörnunum í heimsókn á Hvalasafnið.

Allir nemendur í 7.bekk buðu leikskólabörnum í heimsókn með það að markmiði að kynnast þeim og fá hugmyndir þeirra um barnasögur. Mikil spenna var í loftinu fyrir heimsóknina og lögðu krakkarnir sig fram um að fá hugmyndir og viðhorf hjá börnunum. Viku seinna fóru svo allir nemendur í 7. bekk í hópum að heimsækja leikskólann og lesa upp sögurnar sem þau höfðu samið fyrir leikskólabörnin.

Mikil ánægja er með þetta verkefni og ætla skólarnir að halda áfram samstarfi næsta vetur.

Myndir

Prenta | Netfang