Skrekkur til sóma

Glæsilegt atriði Laugaækjarskóla í Skrekk fékk ekki náð fyrir augum dómnefndar í Skrekk þetta árið. Æfingar hafa staðið yfir linnulaust í tvo mánuði á táknrænu dansatriði sem innihélt hvatngu til einstaklinga sem verða fyrir aðkasti. Ásamt dansinum var spiluð lifand tónlist og sungið undir. Atriðið vakti jákvæða athygli í Borgarleikhúsinu, ekki síður en faglegur leikhópurinn í heild sinni. Leikstjórar og höfundar atriðisins eru 

Lydía Hrönn Aðalsteinsdóttir, Saga Sunneva Tobiasdóttir Klose, Sóley Julia Garcia Helgadóttir og Þuríður Guðrún Pétursdóttir úr 9. og 10. bekk; þeim til stuðnigs var Tara Brynjarsdóttir kennari.

Við getum því með mikilli sæmd óskað Rimaskóla og Réttarholtsskóla góðs gengis í úrslitunum þetta árið og verið stolt af okkar eigin framlagi. 

Prenta | Netfang