Dagur gegn einelti

Miðvikudaginn 8. nóvember, var alþjóðlegur dagur gegn einelti. Þess vegna var skóladagurinn helgaður Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og í hverri einustu kennslustund voru umræður eða lögð fram verkefni sem á einhvern hátt fjallaði um

áðurnefndan sáttmála. Verkefnin voru af ýmsum toga, til dæmis voru nemendur að skoða, bera saman og setja framtölfræðilegar upplýsingar um hvernig mismunandi löndum gengi að uppfylla ákvæði sáttmálans eins og um ókeypis grunnmenntun, aðgang að drykkjuvatni og svo framvegis. Verkefnum var skilað á ýmsan hátt til dæmis í formi jólakúlna um ákvæði sáttmálans sem hengdar voru á jólatré, veggspjöldum og svo mætti lengi telja.
Tilgangur verkefnisins var að vekja nemendur til meðvitundar um réttindi, sín og annarra, sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum, réttindi sem öll börn eiga rétt á og ekki má taka frá þeim undir nokkrum kringumstæðum en Laugalækjarskóli vinnur nú hörðum höndum í samvinnu við UNICEF á Íslandi að verða útnefndur réttindaskóli. Þess má geta að 20. nóvember verða liðin 28 ár síðan að Barnasáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna og er sá dagur útnefndur sem dagur barnasáttmálans.

Myndir 

Prenta | Netfang