Undirbúningsdagur og opin viðtöl

Þann 20. október (mánudagur) er undirbúningsdagur kennara en þá mæta nemendur ekki í skólann.

Foreldraviðtöl verða í skólanum þriðjudaginn 21. nóvember næstkomandi. Viðtölin verða með opnu sniði; kennarar og starfslið skólans verða til viðtals frá kl. 8:30 til kl. 14. Matarhlé kennara verða á bilinu 11:00 – 12:00
Gert er ráð fyrir að allir nemendur og foreldrar mæti og hitti þá kennara sem þeim finnst mikilvægast að ræða beint við. Allir eru þó beðnir um að líta við hjá umsjónarkennara sínum

Allar stofur standa opnar og ekki er um neinar tímabókanir að ræða. Af þeim sökum gefst e.t.v. ekki tækifæri til að ræða mjög viðkvæm málefni. Þeir foreldrar sem þess óska eru hvattir til að bóka sérstök viðtöl einhvern annan dag eftir samkomulagi við kennara.

Nemendur í 9. bekk verða með kaffi- og kleinusölu þennan dag. Allur ágóði fer upp í kostnað við ferðina í ungmennabúðirnar að Laugum. Vinsamlegast athugið að það er ekki posi á staðnum og þarf því að greiða með reiðufé.

Prenta | Netfang