Kaffihús 9. bekkjar slær í gegn

Þriðjudaginn 21. nóvember voru haldin foreldraviðtöl með opnu sniði. Aðsóknin var með allra besta móti og nemendur og foreldrar nýttu daginn vel til að hitta sem flesta kennara. 

 

Nemendur í 9. bekk og foreldrar þeirra gripu tækifærið og buðu upp á hressandi veitingar og seldu smávarning sem fjáröflun fyrir ferð í skólabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal í vor. Gott framtak fékk frábærar viðtökur og gerði daginn miklu skemmtilegri fyrir vikið. 

20171121 103210

Prenta | Netfang