Nordens dage

Í þessari viku mun nemendum í Lauglækjarskóla fjölga, þegar við bætast 24 nemendur í 9. bekk í netnáminu í Tungumálaveri. Nemendurnir eru þátttakendur í norrænu verkefni, Nordens dage,

sem hefur að markmiði að efla málskilning nemenda með samskiptum yfir netið. Verkefnið stendur yfir í þrjá daga og á þeim tíma vinna nemendurnir með hópum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Verkefnin eru öll unnin í rauntíma. Munnleg samskipti fara fram á Google hang-out; handrit eru skrifuð í Google docs af höfundum sem staddir eru beggja vegna Atlantshafs  og myndbönd eru unnin í hverju landi og send á milli. 

Hægt er að sjá meira um þetta skemmtilega verkefni inn á heimsíðu Tungumálaversins.

Prenta | Netfang