Vináttusamband við leikskólann Laugasól

Nemendur í 7. bekk buðu leikskólabörnum í heimsókn nú í vikunni með það að markmiði að kynnast þeim og fá hugmyndir þeirra um sögur og þá sérstaklega jólasögur. Mikil spenna var í loftinu fyrir heimsóknina og lögðu krakkarnir sig fram um að fá hugmyndir að sögum hjá leiksólabörnunum. Um miðjan desember heimsækja nemendur Laugalækjarskóla leikskólann og lesa upp sögurnar sem þau höfðu samið og myndskreytt fyrir leikskólabörnin.

Mikil ánægja er með þetta verkefni.

Myndir

Prenta | Netfang