Smásögu keppni í ensku

Árlega stendur Félag enskukennara á Íslandi fyrir smásögukeppni á öllum skólastigum um allt land. Hver skóli má senda þrjár sögur inn í keppnina og í ár keppa 43 sögur frá átján skólum, helmingurinn utan úr landi. Það er alltaf nýtt þema fyrir keppnina á hverju ári, og þetta ár var þemað „Dreams“.

Sögurnar verða lesnar af stjórn FEKÍ í janúar og fyrstu þrjú sæti á þrem skólastigum ákveðin. Verðlaunaafhendingin verður á Bessastöðum í mars, og mun Eliza Reid forsetafrú veita verðlaunin.

Í Laugalækjarskóla er keppnin grunnur fyrir stórt ferilritunnar verkefni í níunda bekk sem nýlega er afstaðið. Að auki mega 10. bekkingar taka þátt í keppninni sem valverkefni. Allt of margar sögur voru hreint frábærar og því var mjög erfitt að velja aðeins þrjár til að taka þátt í keppnina fyrir skólans hönd, en loksins var valið svona:

Boyd Stephen í 9G – The Prophet

Guðbjörg Gísladóttir í 9A – Grayson‘s Decision

Ívar Daviðsson í 9A – Cool-aid Man

Sögurnar eru aðgengilegar hér fyrir neðan, og hvetjum við alla til að lesa þær og dæmi nú hver fyrir sig!

The Prophet

Grayson‘s Decision

Cool-aid Man

Prenta | Netfang