Uppbrot í 7. bekkjum

Nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt í Laugardalsleikjunum miðvikudaginn 7. febrúar. 7. bekkur hafði því skólann allan fyrir sig! Umsjónarkennararnir skipulögðu uppbrot í 3., 4. og 5. kennslustund en að öðru leyti var skóladagurinn að mestu hefðbundinn.

Allir bekkirnir söfnuðust saman á sal og horfðu á efni sem nemendur höfðu gert út frá sögunni Sigurður Fáfnisbani sem þeir lásu í íslensku í vetur. Efnið var unnið í Book Creator og var vel gert. Þegar því var lokið fórum við í leik, speed-friending, og eins og myndin ber með sér var mikið talað og mikið fjör!

 IMG 0544

Prenta | Netfang