4 nemendur úr Laugalækjarskóla komnir í úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni

Pangea er þekkt stærðfræðikeppni sem haldin er í yfir 20 löndum Evrópu og þúsundir nemenda á öllum aldri taka þátt. Keppnin er nú í annað sinn á Íslandi.

Pangea keppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar og hún miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafi stærðfræðikunnáttu. […]

Í fyrstu umferð tóku 2763 nemendur þátt á landinu öllu, þar af voru 39 nemendur frá okkur.

Keppendur stóðu sig einstaklega vel í lotu 2 og þurftu að ná mjög mörgum stigum til að komast í úrslit.  89 nemendum af öllu landinu er boðið til úrslitanna og þar af eru 4 nemendur frá okkur.

Úrslitakeppnin verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 17. mars. n.k.

Við óskum öllum nemendunum sem tóku þátt til hamingju með árangurinn.  Þeim fjórum sem fara sem fulltrúar okkar óskum við góðs gengis.

Prenta | Netfang