10. bekkingar kynna verkefni sín!

Nemendur í 10. bekk hafa unnið hörðum höndum síðustu vikurnar, við að klára lokaverkefni sín. Þemað í ár er frjálst og hafa nemendur verið duglegir að afla upplýsinga, taka viðtöl, skrifa texta, setja upp heimasíður ásamt því að búa til listaverk. Margar góðar hugmyndir hafa litið dagsins ljós og eru útfærslur verkefnisins fjölbreyttar. Á morgun fimmtudag (31. maí) kl.17:30 munu 10.bekkingar kynna verkefni sín og eru allir velkomnir að koma og hlusta á fyrirlestrana og skoða básana þeirra.

Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Prenta | Netfang