Námskynningar fyrir foreldra

Miðvikudaginn 12. september kl. 8:30 eru námskynningar fyrir foreldra. Kynningarnar byrja með stuttum fundi í stofu hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir skólabyrjunina hjá hverjum bekk og nokkur áhersluatriði vetrarins. Foreldrum gefst einnig tækifæri til að skipta með sér verkum í félagsstarfi bekkjarins.


Um kl. 9 verður opnað svokallað námsgreinatorg í suðurhluta skólans. Þar geta foreldrar geta hitt kennara í hverri námsgrein og kynnst uppbyggingu námsgreinarinnar í skólanum, séð helstu kennslubækur, fræðst um verkefni og spurt spurninga.

Nemendur mæta svo í skólann kl. 10:10, þannig að hafragrautur verður ekki í boði þennan dag.

Prenta | Netfang