Frábær árangur á grunnskólamótinu í knattspyrnu

Síðastliðið þriðjudagskvöld kepptu lið Laugarlækjarskóla í sínum undanriðli á grunnskólamóti KSÍ fyrir 7. bekk. Leikirnir fóru fram í Egilshöll og við sendum bæði stúlkna og drengjalið til keppni.  Bæði lið stóðu sig frábærlega: stúlkurnar unnu sinn riðil örugglega og unnu sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á föstudaginn. 28. september.  Strákarnir stóðu sig einnig með prýði en voru óheppnir að komast ekki áfram eftir jafna keppni við sterka andstæðinga.

Úrslitakeppnin hjá stúlkunum hefst klukkan 16:20 á föstudaginn í Egilshöll og við hvetjum alla sem hafa áhuga að mæta og styðja þær í baráttunni.

Keppnislið 10. bekkinga mæta hins vegar til leiks í kvöld í Egilshöllinni og allir sem vilja fylgjast með og sýna þeim stuðning eru velkomnir í höllina en leikirnir hefjast klukkan 18.

Það eru íþróttakennararnir Ingólfur Guðjónsson og Elena Skorobogotova sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi og liðstjórn keppnisliðanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af vöskum keppendum úr 7. bekk.

Prenta | Netfang