Skáld í skólum

Í dag fengu nemendur í 8. bekk góða gesti í heimsókn. Þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson mættu á sal skólans og kynntu fyrir 8. bekkingum fyrirbærið furðusögur og hvernig rithöfundar nýta sér minni og hugmyndir úr mannkynssögunni, bókmenntum, goðsögum og þjóðsögum til að móta sinn eigin ímyndaða skáldsagnaheim.  Kjartan og Snæbjörn eru höfundar furðusagnabókaflokksins Þriggja heima saga en í þeirri seríu hafa komið út fjórar sögur: Hrafnsauga, Draumsverð, Ormstunga  og Draugsól en sú síðastnefnda kom út í maí síðastliðnum.  Erindi sitt kalla þeir „Heimssköpun eða hvernig skal stela hugmyndum og komast upp með það!“ en það er hluti af verkefninu „Skáld í skólum“  sem Rithöfundarsambandið hefur staðið fyrir undandfarin ár.

Prenta | Netfang