Skrekkur í dag - Áfram Laugó!

Komið að stóru stundinni eftir langar og strangar æfingar síðustu vikna. Keppnisliðið hamast við að undirbúa sig, búningar eru tilbúnir og eftir kemur förðunin. Nær allur morguninn hefur farið í að gera sig klára(n), sýna nemendur skólans atriðið og svo  prufukeyrsla í Borgarleikhúsinu. Þetta árið hefur leikstjórn verið í höndum þeirra Freyju Sól Kjartansdóttur og Helgu Xochitl Ingólfsdóttur.

Áhorfendur verða fjölmargir í leikhúsinu til að styðja okkar fólk. Þeir sem hafa keypt miða eiga að mæta í skólann kl. 18.30 í hvítu. Farið er með rútu og gilda mjög strangar reglur um komu okkar í leikhúsið og brottför sömuleiðis. Ekki er hægt að mæta þangað á eigin vegum, allir koma saman og fara saman.

Áætlað er að öllu ljúki milli 21.30-22.00 og keppnishópur og áhorfendur ættu að vera að koma tilbka um 22:30 en sá tími getur alltaf hnikast til.

Áfram Laugó!

Prenta | Netfang