Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs

JlamotLogo simple 2018 

Laugalækjarskóli sendi þrjár sveitir til leiks á Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs sem fram fór um helgina. Í yngri flokki tefldu átta krakkar í fyrsta skipti fyrir skólann og stóðu sig með mikilli prýði. Þau eru öll í sjöunda bekk og tókst þeim að fá fimm vinninga í sex skákum.

Í eldri flokki sendi skólinn eina sveit til leiks skipuð strákum í níunda og tíunda bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin hafði öruggan sigur á mótinu með 22 vinninga úr 24 skákum! Sannarlega glæsilegur árangur!

Eftir áramót munu sveitirnar tefla á Reykjavíkurmóti og Íslandsmóti ásamt því að haldnir verða skákviðburðir innan skólans og efnt til vináttukeppni við aðra skóla.

Prenta | Netfang