Samfélagasfræði - 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Kennsla í samfélagsfræði hefur síðustu daga tekið mið af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands sem fagnað verður 1. desember. Fyrr í vetur unnu nemendur í áttunda bekk stórt verkefni um árið 1918 og þekkir árgangurinn vel til spænsku veikinnar, kuldans, gossins og fullveldisins. 

Nemendur annarra árganga hafa nú fengið stutta en hnitmiðaða leiðsögn um þetta merkilega ár. Efnistökin hafa verið ýmis konar; nemendur hafa velt áhrifum tungumálsins fyrir sér sem og pælt í því hvernig Ísland væri hefði það ekki fengið fullveldi.

Prenta | Netfang