Skip to content
08 jún'20

Fréttir af fyrrverandi nemanda Lauglækjarskóla

Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. Hægt er að lesa frétt af Vísi um Reyn með því að smella hér.

Nánar
08 jún'20

Verðlaunahátíð Barnanana 2020 á Krakkarúv

Laugardaginn 6. júni áttum við í Laugalækjarskóla verðlaunahafa í tveimur flokkum á uppskeruhátíðinni Sögur. Leikrit ársins sem verður sett á svið í Borgarleikhúsinu í haust, höfundar Júlía Dís, Kristbjörg og Þórey 7.U auk þess voru margar vinkonur sem áttu þátt í hugmyndavinnunni. Þorkell 7.G vann smásögu ársins í sínum aldursflokki og verður hægt að lesa…

Nánar
03 jún'20

Brautskráning nemenda 10. bekkjar

Brautskráning nemenda í 10. bekk fer fram í fundarsölum Laugardalshallar fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30 – 19:00. Hverjum nemanda er heimilt að bjóða með sér tveimur gestum og verður þess gætt að rúmt sé á milli sæta, til að mæta sóttvarnarsjónarmiðum.

Nánar
03 jún'20

Skólaslit í 7. – 9. bekk fimmtudaginn 4. júní

Í venjulegu árferði værum við búin að bjóða foreldrum til skólaslita og uppskeruviðtala við nemendur við lok skólaárs. Að teknu tilliti til sóttvarnasjónamiða munum við eingöngu boða nemendur til skólaslita þetta árið.  Nemendur mæta eins og hér segir, fimmtudagsmorguninn 4. júní: 7. bekkur mætir kl. 9:00 9. bekkur mætir kl. 9:30 8. bekkur mætir kl.…

Nánar
02 jún'20

Listrænt ákall til náttúrunnar

Nemendur í náttúruvali tóku nú í vetur þátt í verkefninu Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Kennslufræðileg nálgun var þverfagleg og áhersla lögð á frumkvæði nemenda. Markmið verkefnisins var að veita nemendum svigrúm til að leita svara við spurningunni Hvað höfum við gert? Lögð var áhersla á gangnrýni og sjálfsrýni…

Nánar
28 maí'20

Verk eftir Elías

Elías í 8. bekk var iðinn þessa daga  í hönnun og smíði og var stórtækur í sínum smíðum. Hægt er að sjá myndir af því sem hann smíðaði með því að ýta hér.

Nánar
28 maí'20

Hönnunarbikar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Sunna María Yngvadóttir í 7. bekk Laugalækjaskóla hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun með hugmynd sína Ferðakósí. Hún hlýtur 30.000 kr. í verðlaun ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Herra Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands  Lýsing hugmyndar: Ferðapúði með teppi inni sem létt að taka út og setja aftur inn. Kennari Sunnu er Magnús Valdimar Guðlaugsson.

Nánar
27 maí'20

Laugalækjarskóli keppir í Skólahreysti fimmtudaginn 28. maí

Á fimmtudaginn þann 28. maí, munu fulltrúar okkar úr Laugalækjarskóla keppa í Skólahreysti. Þeir sem keppa fyrir okkar hönd eru þau Tindur Eliasen (upphífingar/dýfur), Sara Kamban Þorleifsdóttir (armbeygjur/fitness grip), Þórbergru Ernir Hlynsson (hraðabraut) og María Helga Högnadóttir (hraðabraut). Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV kl. 17.00. Áfram Laugalækjarskóli!

Nánar
13 mar'20

Um nám í sóttkví

Almennt um sóttkví Skólinn þakkar öllum þeim sem fylgja fyrirmælum landlæknis og sitja í sóttkví. Með því stuðlum við að öryggi hvers annars og vinnum með yfirvöldum að almannahag. Leiðbeiningar landlæknis um sóttkví. Hér að neðan eru stuttar ráðleggingar. Það sem mun skipta mestu máli er hvað þú sjálf(ur) ákveður að gera! Hvað get ég…

Nánar
11 mar'20

Upplýsingar um skólahald og COVID-19 veirusóttina

Upplýsingar um skólahald og COVID-19 veirusóttina   Tilkynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 10. mars. Algengar spurningar og svör um skólastarf á neyðarstigi vegna COVID-19 Guidelines in English  COVID-19 International – enska, arabíska, spænska, persneska, kúrdíska, pólska og Sorani. Upplýsingar um handþvott á íslensku. Vefur Landlæknis – Directorate of Health. Bréf almannavarna til nemanda, foreldra og forráðamanna – Letter from…

Nánar