Skip to content
10 des'19

Allir heim fyrir kl. 15.00

Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi  í dag þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15  nema brýn nauðsyn beri til. Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og…

Nánar
26 nóv'19

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Laugalækjarskóli sendi fjórar sveitir til leiks, eina í flokki 4.-7. bekkjar og þrjár í flokki 8. – 10. bekkjar. Allir strákarnir í sveitinni í yngri flokknum tefldu í fyrsta skipti fyrir skólann og öðluðust dýrmæta reynslu fyrir komandi ár. Í skáksveitunum í elsta…

Nánar
31 okt'19

Kynjavera í tvívídd

Nemendur í myndmenntarlotu í 8. bekk hafa verið að vinna að skemmtilegu verkefni þar sem þeir skapa sína eigin kynjaveru í tvívídd með frjálsum aðferðum og útfæra hana svo í jarðleir. Hægt er að skoða myndir af útkomu nemenda í myndaalbúmi skólans.

Nánar
14 okt'19

Umsjónardagur, foreldraviðtöl, vetrarfrí og starfsdagur kennara

Við vekjum athygli á eftirfarandi dögum: Fimmtudagurinn 17. október: Umsjónardagur Nemendur mæta í smærri hópum til umsjónarkennara á tíma sem umsjónarkennari hefur úthlutað. Föstudagurinn 23. október: Foreldraviðtöl Fyrstu foreldraviðtöl vetrarins verða með hefðbundnu sniði; nemandi mætir með foreldrum á fyrirfram pöntuðum tíma. Hvert viðtal tekur um 15 mínútur. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til…

Nánar
30 sep'19

Fótboltamót KKR

Á föstudaginn (27. september) kepptu bæði drengir og stúlkur í 7.bekk til úrslita á fótboltamóti KKR. Drengir kepptu spennandi úrslitaleik á móti Hamraskóla og stúlkur á móti Rimaskóla. Bæði lið stóðu svo uppi með silfur að leikjum loknum. Frábær árangur og óskum við keppendum til hamingju með árangurinn  

Nánar
19 sep'19

Lífið í fjörunni

Nýverið voru nemendur í 8. bekk að læra um lífið í fjörunni. Skundað var niður í Laugarnesfjöru til að skoða hvernig þörungar raða sér í belti í  fjörunni og tekin sýni af ýmsum þörungum, stórum sem smáum. Mikið var af brúnþörungum, þangi og þara, með tilheyrandi smádýralífi, einnig fundust nokkur ígulker. Í smásjársýni af sjó…

Nánar
19 sep'19

Fjölbreytt búsvæði lífvera inn á skólalóðinni

Oft þarf ekki að stíga nema örfá skref út úr skólanum til að kynnast lifandi náttúru. Í tilefni af degi islenskrar náttúru þann 16 september könnuðu nemendur í sjöunda bekk lífríkið á skólalóðinni og við nánari skoðun kom í ljós fjölbreytt lífríki. Ýmsar lífverur er þar að finna s.s. fjöldi tegunda plantna, sveppa og smádýra.…

Nánar
06 sep'19

Námskynningar þann 11. september

Árleg námskynning fyrir foreldra verður haldin í skólanum næstkomandi miðvikudag, 11. september, kl. 8:30 til 9:50. Dagskráin verður tvíþætt: 1. Fundur í stofu umsjónarkennara. Rætt um skólabyrjun bekkjarins og minnt á helstu áherslur skólans. (c.a. 30-35 mín). 2. Námsgreinatorg, staðsett í húsi 9. og 10. bekkjar. Kennarar í hverri námsgrein eru saman með bás og…

Nánar
16 ágú'19

Skólabyrjun skólaárið 2019-2020

Skólasetning og fyrsti skóladagur nýs skólaárs verða fimmtudaginn 22. ágúst.  Nemendur mæta eins og hér segir: 7. bekkur og foreldrar mæta kl. 8:30 á sal skólans. 8. bekkur og foreldrar mæta kl. 9:15 á sal skólans. 9. og 10. bekkur mæta kl. 10:00 á sal skólans. Foreldrar eru velkomnir.   Eftir skólasetningu hefst fyrsti skóladagurinn…

Nánar
23 maí'19

Skólastarf næstu vikur

Miðvikudagur 29. maí kl. 17.30 – nemendur í 10. bekk kynna lokaverkefnið sitt fyrir foreldrum og öðrum gestum. Fimmtudagur 30. maí – Uppstigningardagur. Föstudagur 31. maí – möppudagur. Umsjónarkennarar munu senda ykkur hópaskiptinguna. Nemendur í 10. bekk mæta kl. 8.30 á sal í frágang. Mánudagur 3. júní – starfsdagur. Þriðjudagur 4. júní – útivistardagur, sjá…

Nánar