Skip to content
19 sep'19

Lífið í fjörunni

Nýverið voru nemendur í 8. bekk að læra um lífið í fjörunni. Skundað var niður í Laugarnesfjöru til að skoða hvernig þörungar raða sér í belti í  fjörunni og tekin sýni af ýmsum þörungum, stórum sem smáum. Mikið var af brúnþörungum, þangi og þara, með tilheyrandi smádýralífi, einnig fundust nokkur ígulker. Í smásjársýni af sjó…

Nánar
19 sep'19

Fjölbreytt búsvæði lífvera inn á skólalóðinni

Oft þarf ekki að stíga nema örfá skref út úr skólanum til að kynnast lifandi náttúru. Í tilefni af degi islenskrar náttúru þann 16 september könnuðu nemendur í sjöunda bekk lífríkið á skólalóðinni og við nánari skoðun kom í ljós fjölbreytt lífríki. Ýmsar lífverur er þar að finna s.s. fjöldi tegunda plantna, sveppa og smádýra.…

Nánar
06 sep'19

Námskynningar þann 11. september

Árleg námskynning fyrir foreldra verður haldin í skólanum næstkomandi miðvikudag, 11. september, kl. 8:30 til 9:50. Dagskráin verður tvíþætt: 1. Fundur í stofu umsjónarkennara. Rætt um skólabyrjun bekkjarins og minnt á helstu áherslur skólans. (c.a. 30-35 mín). 2. Námsgreinatorg, staðsett í húsi 9. og 10. bekkjar. Kennarar í hverri námsgrein eru saman með bás og…

Nánar
16 ágú'19

Skólabyrjun skólaárið 2019-2020

Skólasetning og fyrsti skóladagur nýs skólaárs verða fimmtudaginn 22. ágúst.  Nemendur mæta eins og hér segir: 7. bekkur og foreldrar mæta kl. 8:30 á sal skólans. 8. bekkur og foreldrar mæta kl. 9:15 á sal skólans. 9. og 10. bekkur mæta kl. 10:00 á sal skólans. Foreldrar eru velkomnir.   Eftir skólasetningu hefst fyrsti skóladagurinn…

Nánar
23 maí'19

Skólastarf næstu vikur

Miðvikudagur 29. maí kl. 17.30 – nemendur í 10. bekk kynna lokaverkefnið sitt fyrir foreldrum og öðrum gestum. Fimmtudagur 30. maí – Uppstigningardagur. Föstudagur 31. maí – möppudagur. Umsjónarkennarar munu senda ykkur hópaskiptinguna. Nemendur í 10. bekk mæta kl. 8.30 á sal í frágang. Mánudagur 3. júní – starfsdagur. Þriðjudagur 4. júní – útivistardagur, sjá…

Nánar
20 maí'19

Fræðsla fyrir foreldra í kvöld

Í dag, mánudaginn 20. maí kl. 20.00, stendur foreldrafélag skólans og skólinn fyrir fræðslu fyrir foreldra. Við fáum í heimsókn Rúnu í Foreldrahúsi og Bryndísi hjá Heimili og skóla en þær ætla að ræða við foreldra um vímuefni og helstu forvarnir gegn þeim. Nú styttist í að skólanum ljúki og minna skipulögð dagskrá kallar stundum…

Nánar
15 maí'19

Við óskum þeim Andreu og Alexandreu til hamingju!

Nú hefur verið valið úr þátttakendum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna til þess að taka þátt í vinnustuofu NKG þetta árið. Þær Andrea Diljá Jóhannesdóttir og Alexandra Ósk Sverrisdóttir í sjöunda bekk sendu m.a. inn tillögu að takkaskóaplatta og voru valdar úr stórum hópi umsækjenda víðs vegar af landinu. Við óskum þeim til hamingju.

Nánar
09 maí'19

Laugarnes á ljúfum nótum

Laugarnes á ljúfum nótum verður haldið á sunnudaginn 12. maí frá kl 14.00-16.00. Byrjað verður hjá Laugarneskirkju kl 14 og svo verður skrúðganga niður að Eimskipsvöll. Boðið verður upp á: hoppukastala klifurvegg afmælistertu svala, popp og grillaðar pylsur afmælisbingó söng frá skólakór Laugarnesskóla tónlist frá skólahljómsveit Austurbæjar andlitsmálun sýningu frá Ármanni og Taekwondo boltaleik með…

Nánar
03 apr'19

Pennavinir frá Colorado

Eftir áramót voru nemendur 10.G í tölvupóstssamskiptum við hóp 14-18 ára nemenda í Colorado í Bandaríkjunum. Nemendur þar voru að undirbúa ferð til Íslands i tengslum við jarðfræði. Þann 11. mars heimsóttu þau okkur í Laugalækjarskóla og eyddu deginum með okkur. Eftir mat var lagt af stað í Hellisheiðarvirkjun, þar sem nemendur Laugalækjarskóla og nemenur…

Nánar
03 apr'19

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í MR

Sunnudaginn 31. mars fór fram verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur 2019. Keppnin fór fram 5. mars s.l. og keppt var í 3 flokkum: 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk. Keppendur voru alls 330 og þar af áttum við fjóra nemendur í 8. bekk.  Einn þeirra endaði í fimmta sæti og fékk að launum viðurkenningarskjal…

Nánar