Skip to content
20 maí'19

Fræðsla fyrir foreldra í kvöld

Í dag, mánudaginn 20. maí kl. 20.00, stendur foreldrafélag skólans og skólinn fyrir fræðslu fyrir foreldra. Við fáum í heimsókn Rúnu í Foreldrahúsi og Bryndísi hjá Heimili og skóla en þær ætla að ræða við foreldra um vímuefni og helstu forvarnir gegn þeim. Nú styttist í að skólanum ljúki og minna skipulögð dagskrá kallar stundum…

Nánar
15 maí'19

Við óskum þeim Andreu og Alexandreu til hamingju!

Nú hefur verið valið úr þátttakendum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna til þess að taka þátt í vinnustuofu NKG þetta árið. Þær Andrea Diljá Jóhannesdóttir og Alexandra Ósk Sverrisdóttir í sjöunda bekk sendu m.a. inn tillögu að takkaskóaplatta og voru valdar úr stórum hópi umsækjenda víðs vegar af landinu. Við óskum þeim til hamingju.

Nánar
09 maí'19

Laugarnes á ljúfum nótum

Laugarnes á ljúfum nótum verður haldið á sunnudaginn 12. maí frá kl 14.00-16.00. Byrjað verður hjá Laugarneskirkju kl 14 og svo verður skrúðganga niður að Eimskipsvöll. Boðið verður upp á: hoppukastala klifurvegg afmælistertu svala, popp og grillaðar pylsur afmælisbingó söng frá skólakór Laugarnesskóla tónlist frá skólahljómsveit Austurbæjar andlitsmálun sýningu frá Ármanni og Taekwondo boltaleik með…

Nánar
03 apr'19

Pennavinir frá Colorado

Eftir áramót voru nemendur 10.G í tölvupóstssamskiptum við hóp 14-18 ára nemenda í Colorado í Bandaríkjunum. Nemendur þar voru að undirbúa ferð til Íslands i tengslum við jarðfræði. Þann 11. mars heimsóttu þau okkur í Laugalækjarskóla og eyddu deginum með okkur. Eftir mat var lagt af stað í Hellisheiðarvirkjun, þar sem nemendur Laugalækjarskóla og nemenur…

Nánar
03 apr'19

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í MR

Sunnudaginn 31. mars fór fram verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur 2019. Keppnin fór fram 5. mars s.l. og keppt var í 3 flokkum: 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk. Keppendur voru alls 330 og þar af áttum við fjóra nemendur í 8. bekk.  Einn þeirra endaði í fimmta sæti og fékk að launum viðurkenningarskjal…

Nánar
01 apr'19

Stuttmyndaverkefni Laugalækjarskóla

Nemendur í 9. bekk tóku þátt í stuttmyndaverkefni sem að þessu sinni var samvinnuverkefni milli skólans og UngRúv.  Fulltrúi frá UngRúv kom og hjálpaði nemendum að æfa sig í leiklist ásamt því að fyrrverandi nemandi skólans hann Heimir Bjarnason, kom og aðstoðaði okkur með tæknimál. Laugalækjarskóli valdi með aðstoð dómnefndar bestu mynd skólans og besta…

Nánar
26 mar'19

Pangea – stærðfræðikeppni

Pangea stærðfræðikeppnin er orðin fastur liður í stærðfræðinámi  8. bekkjar í Laugalækjarskóla.  Þetta er keppni sem byggist á þremur umferðum.  Tvær fyrstu eru teknar í skólanum en sú síðasta haldin í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð.  Þrír nemendur komust áfram frá okkur, það voru:  Ida Karólína Harris, Kári Christian Bjarkarson, og Tindur Eliasen, öll í 8.U.  …

Nánar
21 mar'19

Sigruðum í Skólahreysti!

Skólahreystiliðið okkar stóð sig með prýði í dag og sigraði sinn riðil nokkuð ōrugglega. Þau keppa svo í úrslitum 8.maí í Laugardalshōll. Reynir keppir í upphífingum og dýfum Sara Kamban í armbeygjum og hangi Magnús og Erna í hraðabraut Hákon og Una eru varamenn liðsins   Áfram Laugó!

Nánar
20 mar'19

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð, í samstarfi við UngRÚV, býður unglingum í 8. – 10. bekk á námskeið í fréttamennsku hjá helstu sérfræðingunum á RÚV og að vinna sem fréttamenn yfir hátíðardagana.   Vinsamlegast deilið þessu á samfélagsmiðlana ykkar svo foreldrar og unglingar sjái: https://business.facebook.com/Barnamenningarhatid.i.Reykjavik/?business_id=845757725571517 og/eða þessu af Youtube https://www.youtube.com/watch?v=WBeq_XHZXnY   Umsóknarfrestur er til 26. mars. Sækið um á…

Nánar
11 mar'19

Upplestrarkeppni í 7. bekkjum

Stóra upplestrarkeppnin er orðinn fastur liður í starfi  7. bekkjar.  Í henni eru nemendur þjálfaðir í að koma fram fyrir aðra og lesa upp texta bæði í bundnu og óbundnu máli .  Áherslan er ekki bara að lesa skýrt heldur á blæbrigðaríkan hátt eins og hæfir textanum sem verið er að lesa.  Markmiðið er ekki…

Nánar