Skip to content
12 feb'20

Gott gengi á Reykjavíkurmóti grunnskóla

Skáksveitir skólans tóku þátt í Reykjavíkurmóti grunnskóla í skák  sem haldið er af Taflfélagi Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviði. Í flokki 4-7. bekkjar sendi skólinn eina sveit til leiks. Sveitarmeðlimir tóku flestir einnig þátt á Jólamótinu fyrir áramót. Reynslan af því móti skilaði sér nú ríkulega og uppskar sveitin að þessu sinni fjórða sætið en…

Nánar
18 des'19

Rannsóknarverkefni í 8. bekkjum – kynning og sýning

8.bekkingar luku rannsóknarverkefnum sínum með glæsibrag. Verkefnið er þverfaglegt og byggist á öflun upplýsinga, úrvinnsla og skilum í fjölbreyttu formi. Nemendur fengu alls tvær vikur til að vinna í verkefninu sem hófst formlega þann 2. desember og lauk með glæsilegri sýningu þann 17. desember þar sem foreldrar og aðrir gestir mættu til að hlýða á kynningar þeirra…

Nánar
18 des'19

Jóladagskrá í desember

MIÐVIKUDAGUR 18. desember: Jólaleikar – fyrri hluti Mæting kl. 8.30 – skólalok um kl. 13. Á jólaleikum vinna nemendur í aldursblönduðum hópum, fara saman um skólann eftir þaulskipulagðri dagskrá og leysa fjölbreyttar þrautir. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá hópa sem standa sig best. FIMMTUDAGUR 19. desember: Jólaleikar – seinni hluti Mæting kl. 8.30…

Nánar
16 des'19

8. bekkur býður foreldrum/forráðamönnum á sýningu

Á morgun (þriðjudaginn 17. desember) ætla nemendur í 8. bekk að bjóða foreldrum/forráðamönnum á sýningu sem sýnir afurðir þeirra eftir rannsóknarvinnu síðast liðnar tvær vikur. Byrjað verður á kynningu sem hefst í kennslustofum kl. 9:00, gott er að mæta aðeins fyrir þann tíma. Eftir kynningar í stofum opna glæsilegir sýningarbásar í matsalnum og nágrenni þar…

Nánar
10 des'19

Allir heim fyrir kl. 15.00

Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi  í dag þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15  nema brýn nauðsyn beri til. Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og…

Nánar
26 nóv'19

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs

Jólamót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Laugalækjarskóli sendi fjórar sveitir til leiks, eina í flokki 4.-7. bekkjar og þrjár í flokki 8. – 10. bekkjar. Allir strákarnir í sveitinni í yngri flokknum tefldu í fyrsta skipti fyrir skólann og öðluðust dýrmæta reynslu fyrir komandi ár. Í skáksveitunum í elsta…

Nánar
31 okt'19

Kynjavera í tvívídd

Nemendur í myndmenntarlotu í 8. bekk hafa verið að vinna að skemmtilegu verkefni þar sem þeir skapa sína eigin kynjaveru í tvívídd með frjálsum aðferðum og útfæra hana svo í jarðleir. Hægt er að skoða myndir af útkomu nemenda í myndaalbúmi skólans.

Nánar
14 okt'19

Umsjónardagur, foreldraviðtöl, vetrarfrí og starfsdagur kennara

Við vekjum athygli á eftirfarandi dögum: Fimmtudagurinn 17. október: Umsjónardagur Nemendur mæta í smærri hópum til umsjónarkennara á tíma sem umsjónarkennari hefur úthlutað. Föstudagurinn 23. október: Foreldraviðtöl Fyrstu foreldraviðtöl vetrarins verða með hefðbundnu sniði; nemandi mætir með foreldrum á fyrirfram pöntuðum tíma. Hvert viðtal tekur um 15 mínútur. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til…

Nánar
30 sep'19

Fótboltamót KKR

Á föstudaginn (27. september) kepptu bæði drengir og stúlkur í 7.bekk til úrslita á fótboltamóti KKR. Drengir kepptu spennandi úrslitaleik á móti Hamraskóla og stúlkur á móti Rimaskóla. Bæði lið stóðu svo uppi með silfur að leikjum loknum. Frábær árangur og óskum við keppendum til hamingju með árangurinn  

Nánar