Skólablað í ensku 2014

Nemendur í enskuvali í 9. og 10. bekk skrifuðu og settu upp skólablað undir stjórn Þórunnar P. Sleight enskukennara. Listalega vel gert. 

 

Prenta | Netfang

Nám

Nám er kjarni skólastarfs og er gott námsgengi því okkar forgangsverkefni. Vilji er til þess hjá starfsfólki Laugalækjarskóla að vera í fremstu röð hvað varðar nám og kennslu og kapp lagt á að allt starf endurspegli þann metnað. Snar þáttur í því er að efla metnað með nemendum og hvetja þá til að setja sér markmið til skemmri og lengri tíma. Þróun starfshátta er órjúfanlegur hluti af starfi skólans. Vinnulag er sífellt til ígrundunar, fagleg forysta kennara er í lykilhlutverki og samráð og samstarf eru lykilþættir í starfinu.

Í aðalvalmyndinni hér að ofan er hægt að velja NÁM. Þar undir getur að líta helstu áherslur og sérkenni Laugalækjarskóla hvað varðar nám og kennslu. 

Prenta | Netfang