Námsmat í Laugalækjarskóla
Námsmat í Laugalækjarskóla fylgir áherslum sem kynntar voru með nýrri Aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Hér á síðunni má lesa þrjá kafla um eftirfarandi:
- Megininntak Aðalnámskrár um námsmat
- Nálgun Laugalækjarskóla
- Helstu upplýsingar frá yfirvöldum
Ágætt er að lesa kaflana í þessari röð því nálgun Laugalækjarskóla byggir á fyrsta kaflanum.
Megininntak Aðalnámskrár um námsmat
Nýjar áherslur felst einkum í þrennu:
- Markmið náms og kennslu skal jafnan vera hæfni nemanda.
- Einkunnir skulu styðjast við lýsingar aðalnámskrár á hæfni nemenda.
- Aukin áhersla er á endurgjöf og leiðsögn til nemandans, þannig að matið nýtist nemandanum
til að bæta sig.
1) | Markmið náms skal jafnan vera hæfni nemenda. Lýsingar á markmiðum náms neita nú Hæfniviðmið og beinast nú alfarið beinast að því sem nemandinn á að geta gert við lok námstíma/ námslotu.Dæmin tvö hér fyrir neðan eru úr í íslensku og stærðfræði í nýjustu námskránni, Aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013):Nemandi getur..
Í eldri námskrám var algengt að viðfangsefnið væri í brennidepli en ekki er gerð tilraun til að lýsa
Það að nemandi skoði eitthvað felur ekki í sér hvað hann getur við lok námstímans. Markmið af
|
||||||||
2) | Einkunnir skulu miðast við fyrirfram skilgreindar hæfnilýsingar. Hlutfallareikningur á einkunnum hefur verið mikið nýttur fram að þessu en hann er snúinn í þessu nýja umhverfi.Lokaeinkunnir skulu gefnar á neðangreindum meginkvarða - finna skal þá einkunn sem best passar hæfni nemandans hverju sinni.
Kvarðinn er síðan útfærður fyrir hverja námsgrein og aldur nemenda. Almennt gildir að ef nemandi
|
||||||||
3) | Áhersla skal lögð á reglulega endurgjöf og leiðsögn til nemandans. Hér gegna hæfnilýsingarnar lykilhlutverki því endurgjöf og leiðsögn skila bestum árangri ef nemandinn og kennarinn hafa sameiginlegan skilning á lokatakmarkinu. |
Að auki er hvatt til þess að námsmat sé fjölbreytt, hvetjandi og að nemandinn iðki sjálfsmat. Í sjálfsmati felst m.a. að nemandinn læri að ígrunda nám sitt - bæði viðfangsefnin sem slík, eigin árangur og eigin námsleiðir - og fellur það vel að áherslum Laugalækjarskóla á notkun leiðarbóka og sýnismappa.
Í aðalnámskrá er að finna hæfniviðmið fyrir 4. bekk, 7. bekk og 10. bekk. Þá er þar einnig að finna sérstök matsviðmið fyrir 10. bekk. Önnur viðmið eiga grunnskólarnir sjálfir að útbúa hver um sig. Það er því óhætt að segja að skólum sé gefið mikið frelsi um útfærsluna og þar af leiðandi falin mikil ábyrgð.
Nálgun Laugalækjarskóla
Undanfarin misseri höfum við í Laugalækjarskóla aðlagað okkur að brettum áherslum. Í kennsluáætlunum Laugalækjarskóla er t.d. að finna hæfniviðmið fyrir hverja námsgrein í hverjum árgangi. Við nefnum það Laugó-hæfni. Lokaeinkunnir á hverju námsári eru gefnar í bókstöfum, samkvæmt kvarða aðalnámskrár. Laugalækjarskóli hefur átt í góðu samstarfi við aðra skóla um útfærslu á námsmatinu, bæði við Réttarholtsskóla og Hagaskóla.
Kjarninn í nálgun Laugalækjarskóla hefur verið að sundurliða hæfniviðmið og matsviðmið Aðalnámskrár og búa til úr þeim stuttar og skýrar hæfnilýsingar sem nemendur eiga auðvelt með að skila og vinna að (e. learning targets / learning objectives). Við nefnum þær Laugó-hæfni. Í stærðfræðihluta Aðalnámskrá er t.d. fjallað um eftirfarandi hæfniviðmið fyrir 10. bekk (bls.222):
- Nemandi getur nýtt einslögun, hornareglur og hnitakerfi til að teikna, greina og skapa rúmfræðilega hluti:
Laugó-hæfniviðmið fyrir ofangreint hæfniviðmið gætu t.d. verið eftirfarandi í 9. bekk:
- Nemandi getur metið hvort form eru einslaga eða ekki og og fundið stærð óþekktra hliða í einslaga formum.
- Nemandi getur nýtt reglur um topphorn, grannhorn og hornasummur til að finna óþekkt horn.
Laugó hæfniviðmiðin eru birt nemendum í kennsluáætlunum og einnig með verkefnum og prófum. Þegar kennari skilar verkefnum/prófum til baka til nemandans kemur niðurstaðan ekki sem ein einkunn, heldur sem endurgjöf á Laugó-hæfnina. Kvarðinn sem notaður er til að meta frammistöðu gagnvart Laugó hæfni er eftirfarandi:
Niðurstöður úr prófi / verkefni gætu því birst með eftirfarandi hætti:
![]() |
Nemandi getur metið hvort form eru einslaga eða ekki og og fundið stærð óþekktra hliða í einslaga formum. |
![]() |
Nemandi getur nýtt reglur um topphorn, grannhorn og hornasummur til að finna óþekkt horn. |
Með auknu námi, ígrundun og endurmati gæti nemandinn vonandi náð að bæta hæfni sína í að vinna með einslögun.
Leiðbeiningar og ítarefni
- Dreifibréf um námsmat í Laugalækjarskóla sem er sent á foreldra (uppfært 2019-2020).
- Dreifibréf um nýja útgáfu Mentor.is og samspil við námsmat í Laugalækjarskóla.
Meira efni mun koma hér á vefinn eftir því sem nálgun okkar breytist og þróast, ásamt því sem menntayfirvöld taka vonandi aukna forystu í málinu.
Helstu upplýsingar frá yfirvöldum
Ljóst hefur verið að þær breytingar kalla á umtalsvert breytta nálgun og vinnlag við kennslu og námsmat. Það sem menntayfirvöld hafa látið frá sér um málið má fyrst og fremst finna á eftirfarandi stöðum:
- í Aðalnámskránni sjálfri – kafla um námsmat á bls. 54 - 59 og köflum um námsgreinar bls. 84 – 229.
- á sérstökum vef Menntamálastofnunar um námsmat, ekki síst fréttahlutanum og ágætu myndbandi á fréttasíðunni.
- í sérstökum leiðbeiningarbæklingi Menntamálastofnunar um lokaeinkunnir í 10. bekk fyrir skólastjórnendur og kennara.
- í sérstökum kynningarbæklingi Menntamálastofnunar fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra um útskrift úr grunnskóla og innritun í framhaldsskóla.
Eins og sjá má af þessari upptalningu er fyrst og fremst um að ræða finna efni sem lýtur að lokaeinkunn í 10. bekk. Því miður hafa menntayfirvöld lítið sem ekkert fjallað um námsmat að öðru leyti, né t.d. komið með leiðbeiningar eða dæmi um breytt vinnulag skólafólks í daglegri kennslu. Það hefur verið þrautin þyngri fyrir skólana að útfæra sína nálgun.